Thursday, March 23, 2006

Skyrtukaup


Ég fór í Herragarðinn í dag og ætlaði að kaupa skyrtu. Það er nú ekkert merkilegt við það og svo spurði afgreiðslumaðurinn hvaða stærð ég þyrfti. Ég sagði honum að ég þyrfti extra long ermar og væri með í hálsmál 43 til 44... "Nei, nei, nei", sagði afgreiðslumaðurinn og tók upp málbandið og vafði um hálsinn á mér. "Sko" sagði hann, "...þú þarft ekki nema 41 til 42 í mesta lagi". Ég sagði við hann að ég notaði skyrtu sem vari með 44 í hálsmál í vinnunni. "Nei, nei" sagði hann aftur og tók aftur upp málbandið, " þú ert ekki með nema um 41..." Ég sagði þá við hann hvort að ég gæti fengið á máta skyrtu sem væri með hálsmál 44. Afgreiðslumaður nr.2 kom með skyrtu sem var með 44 í hálsmál... og viti menn hún passaði. Þá gat ég nú ekki annað en sagði við þá, "ég var búinn að segja ykkur þetta."

Þannig að ég keypti þessa skyrtu, extra long ermar og hálsmál 44. Afgreiðslumaður nr.02 sagði að þessi myndi passa mér þar sem að ermarnar væri nægilega stórar á mig... Ég veit það núna og hefði átt að vita betur og mátað skyrtuna á staðnum. Því að þegar og kom heim og mátaði þá var hún of erma-stutt. Þanngi að þetta endaði þannig skyrtunni var skilað aftur.

Stundum getur fólk verið erfitt.