Friday, August 04, 2006

Superman Returns

Jæja þá fór ég á Superman Retruns um daginn og hún var bara nokkuð góð. Þar sem maður var að safna hasarblöðunum hér áður fyrr þá beið ég spenntur eftir því að sjá þessa nýju mynd. Gömlu myndirnar með Christopher Reeve voru mjög góðar á sýnum tíma og þessi nýja mynd er í anda þeirra gömlu. Þetta var flott gerð mynd og Brandon Routh skilaði vel af sér hlutverkinu sem Clark Kent og Superman sjálfan.
Til gaman þá sótti ég mynd af gamla og nýja Sperman til þess að bera þá saman. Þetta er náttúrulega nördið í mér að pæla eitthvað í þessu.