
Apocalypto var bara nokkuð góð. Sá hana núna í vikunni og þetta var nokkuð mögnuð mynd. Ef þessi túlkun á sögu Mayana er eitthvað nærri lagi, þá er það kannski ekki skrítið þótt að menning þeirra hafi liðið undir lok. Eins og gömul málverk Mayana sýna, þá voru mannfórnir stundaðar og jafnvel mannát. Í myndinni eru nokkrar senur sem maður hefur ekki séð áður í kvikmyndum og ég held að það hafi ekki verið gerð kvikmynd um þessa atburði í sögu Mayana. Tungumál Maya var notað í myndinni og er að áhrifarík í sögu myndarinnar. Búningar og gervin í myndinni voru mjög góð og hafa hönnuðir myndarinnar farið vel eftir þeim heimildum sem til eru um útlit Mayana.