Wednesday, October 24, 2007

The Kingdom


Það er nokkuð síðan að ég bloggaði á þessa blessuðu blogg síðu sem að mikill fjöldi fólks fer inná og skoðar... En síðasta mynd sem ég sá í bíó var myndin The Kingdom. Ég bjóst ekki við miklu eins og ég er farinn að gera með myndir þessa dagana, en hún var bara nokkuð góð. Alltaf gaman að sjá vel hannaða upphafsstafi, sérstaklega þegar það er í formi stuttmyndar, sem að leiðir mann inn í bakgrunn myndarinnar. Dæmi um svoleiðs er Seven, Catch me if you Can o.fl.
En myndin var annars ágætis afþreyging og gott betur. Það sem að stóð uppúr hjá mer var leikur Ashraf Barhom sem Colonel Faris Al Ghazi. Han leikur var mjög góður og það kom fyrir að ég beið eftir að sjá hvað hann myndi gera næst. Mér þótti leikur hans skyggja oft á bandarísku mótleikara hans. Sem sagt nokkuð góð og nokkuð sáttur.