Thursday, June 19, 2008

Sent of a woman


Ég á myndina Sent Of A Woman sem að ég horfi stundum á. Þá meina ég kannski einu sinni á ári eða svo. Myndin eldist mjög vel, leikurinn frábær, sagan mögnuð og gerð myndarinnar er öll mjög góð. En það er boðskapur sögunnar sem að heillar mig mest. Hvaða leið velur þú þér til manndóms? Einnig er ein magnaðasta kvikmyndaræða í þessari mynd þegar að Al Pacino lætur skólastjórann heyra það.