
Ég hafði byrjað á bókinni, Blinda, fyrir nokkrum árum en gafst upp á henni. Höfundur bókarinnar fór langar leiðir til þess að hafa allar persónur bókarinnar nafnlausar. Þetta var bara bílstjórinn, lögreglumaðurinn, læknirinn, kona læknisins og s.f.v.
Svo tók ég eftir því í fyrra að það var búið að gera kvikmynd eftir þessari bók en gerði mér engar væntingar með þá mynd og fór ekki á hana í bió, held meira að segja að hún hafi ekki komið í kvikmyndahúsin hér á landi.
En svo lét ég verða af því og horfði á myndina áðan. Þetta er ein af þessum myndum sem kom mér verulega á óvart. Fjallar um að einkennileg blinda herjar á heimsbyggðina. Allir blindast og í stað að sjá allt svart sér fólk bara hvítt. Nema ein kona. Hópur fólks eru sett í sóttkví og þar gerast hrillilegir atburðir. En myndin var mjög mögnuð og nokkuð frumleg. Kom mér skemmtilega á óvart.