Friday, January 20, 2012

Homeland


Var að klára nýja þáttaröð, Homeland. Verð að segja að þetta er ein af bestu þáttum sem að ég hef séð. Fyrsta sería af 24, Prison break og Lost. Band of Brothers og Dexter eru allt þættir sem eru í þessum flokki. Kannski ekki alveg Band of Brothers, en ég nefni þá þáttaröð þar sem að einn af aðal leikurum Band of Brothers er einnig í Homeland (Damian Lewis) og gaman að sjá hann aftur í leik. En Homeland eru spennandi frá upphafi til enda og ég er nokkuð kröfuharður hvað varðar spennandi sjónvarpsþætti. Ég vissi ekki af þessum þáttum fyrr en kynnir síðustu Golden Globe talaði um Homeland í opnunar ræðu sinni. En aftur ein magnaðasta þáttaröð sem ég hef séð í langan tíma.

Tuesday, January 10, 2012

Drive



Eftir mikla leit þá fann ég eina góða. Samkvæmt tímariti Rolling Stones, þá er Drive besta myndin að þeirra mati árið 2011. Ég ákvað að skoða þetta eitthvað nánar og það var raunin. Þetta var mjög flott mynd. Sagan var ekkert mjög frumleg en útlitið, persónurnar og umgjörðin heppnaðist mjög vel. Næstum því, unbreakeble meets gone in 60 seconds. Ökuþór sem gerist hetja til þess að bjarga ungri konu og syni hennar frá háska. En vissi ekkert um söguna og ekki heyrt neinn tala um þessa mynd, þannig að hún kom mér skemmtilega á óvart. Það var ekkert mikið talað í þessari mynd og mikið af atriðum þar sem tónlist og myndataka voru notuð til þess að koma skilaboðunum á framfæri. Yfir heildina mjög sáttur.