
Var að klára nýja þáttaröð, Homeland. Verð að segja að þetta er ein af bestu þáttum sem að ég hef séð. Fyrsta sería af 24, Prison break og Lost. Band of Brothers og Dexter eru allt þættir sem eru í þessum flokki. Kannski ekki alveg Band of Brothers, en ég nefni þá þáttaröð þar sem að einn af aðal leikurum Band of Brothers er einnig í Homeland (Damian Lewis) og gaman að sjá hann aftur í leik. En Homeland eru spennandi frá upphafi til enda og ég er nokkuð kröfuharður hvað varðar spennandi sjónvarpsþætti. Ég vissi ekki af þessum þáttum fyrr en kynnir síðustu Golden Globe talaði um Homeland í opnunar ræðu sinni. En aftur ein magnaðasta þáttaröð sem ég hef séð í langan tíma.