Sunday, January 14, 2018
Nýtt tímabil
Jæja síðasta færsla var í mars 2016 og megin ástæða fyrir því að það hefur ekkert ferið fært hér inn, er að Bear og Tiger fóru að eignast afkvæmi. Það truflaði mikið starfsemi félagsins og svo kom langt tíma bili á milli 2016 og 2017 þar sem það var ekkert um marga leiki að velja og náði aldrei neinum hæðum í in-your-face-tension-higt.
En svo hefur margt gerst og breyst á þessum tíma og nokkrir góðir leikir hafa komið og vakið menn frá Dvala. Síðasta spilakvöld sem var í gær 13.janúar 2018, var back to basic. Allir pirraðir á öllum og bara almennt ástand yfir leiknum. Þetta er leikurinn COD WW2, en við komum að honum síðar
Thursday, February 27, 2014
Lítið og langt á milli.
Verð að fara gera aðra síðu, þessi gengur ekki upp! Lítið sett inná hana og of langt á milli.
Monday, April 15, 2013
Uppfæra.
Nokkuð langt síðan síðast. Bara að viðhalda síðunni og síðan að setja bloggið inná nýju síðuna mína sem kemur upp fljótlega.
Monday, March 19, 2012
Blind billioner
Sunday, March 18, 2012
Special Forces

Sá þessa um daginn, Special Forces, frönsk mynd. Hún kom mér nokkuð á óvart, en hefði samt ekki átt að gera það. Þarna var úrval leikara. Djimon Hounsou or Amistad og Gladiatior, Diane Kruger úr Inglorious Bastards og svo kannaðist ég við einn af sérsveitarmönnunum, sem lék Lucas. Hann heitir Denis Menochet og var einnig í Inglorious Bastards, bóndabýlis atriðið með pípunni og mjólkinni.
En myndin var flott gerð, leikur góður, sagan góð og taktík sérsveitarmannanna flott. Myndatakan var flott og stundum er goð tilbreyting að sjá svona mynd á öðru tungumáli en ensku. Á heildina var þetta góð mynd.
Friday, January 20, 2012
Homeland

Var að klára nýja þáttaröð, Homeland. Verð að segja að þetta er ein af bestu þáttum sem að ég hef séð. Fyrsta sería af 24, Prison break og Lost. Band of Brothers og Dexter eru allt þættir sem eru í þessum flokki. Kannski ekki alveg Band of Brothers, en ég nefni þá þáttaröð þar sem að einn af aðal leikurum Band of Brothers er einnig í Homeland (Damian Lewis) og gaman að sjá hann aftur í leik. En Homeland eru spennandi frá upphafi til enda og ég er nokkuð kröfuharður hvað varðar spennandi sjónvarpsþætti. Ég vissi ekki af þessum þáttum fyrr en kynnir síðustu Golden Globe talaði um Homeland í opnunar ræðu sinni. En aftur ein magnaðasta þáttaröð sem ég hef séð í langan tíma.
Tuesday, January 10, 2012
Drive

Eftir mikla leit þá fann ég eina góða. Samkvæmt tímariti Rolling Stones, þá er Drive besta myndin að þeirra mati árið 2011. Ég ákvað að skoða þetta eitthvað nánar og það var raunin. Þetta var mjög flott mynd. Sagan var ekkert mjög frumleg en útlitið, persónurnar og umgjörðin heppnaðist mjög vel. Næstum því, unbreakeble meets gone in 60 seconds. Ökuþór sem gerist hetja til þess að bjarga ungri konu og syni hennar frá háska. En vissi ekkert um söguna og ekki heyrt neinn tala um þessa mynd, þannig að hún kom mér skemmtilega á óvart. Það var ekkert mikið talað í þessari mynd og mikið af atriðum þar sem tónlist og myndataka voru notuð til þess að koma skilaboðunum á framfæri. Yfir heildina mjög sáttur.
Subscribe to:
Posts (Atom)