Tuesday, April 25, 2006

King Kong


Ég er nýlega búinn að eignast DVD diskinn með King Kong. Þá nýjustu mynd Peter Jackson sem kom út í fyrra. Ég verð að segja að í þeirri mynd er eitt það magnaðast "bardagaatriði" sem ég hef séð. Þar sem að King Kong er að slást við þrjár T-rex risaeðlur og einnig að verja stúlkuna. Þetta er vel hannað atriði. Hreyfingar dýranna, atburðarrásin og krafturinn er allt mjög vel útfært.

Sunday, April 23, 2006

Veður


Jæja, sumardagurinn fyrst, svo gott veður og núna snjór..hummmm. Annars er þetta allt í lagi þar sem að þetta stoppar ekki lengi við. Þessi snjór mun bráðna eins og hinn snjórinn sem kom á undan þessum. Þetta er frosið vatn og þegar að hitnar þá þiðnar þetta frosna vatn og síðan gufar vatnið upp við enn meiri hita. Þannig að á mánudaginn þá mun allt vera komið í sama horf á fyrir daginn í dag. Blautt en snjólaust og síðan á þriðjudaginn verður að mestu orðið þurrt aftur. Klukkan er núna 05:56am (eins og kaninn segir) og það heldur áfram að snjóa þótt að ég sé búinn að hóta snjóleysi.