
Ég er nýlega búinn að eignast DVD diskinn með King Kong. Þá nýjustu mynd Peter Jackson sem kom út í fyrra. Ég verð að segja að í þeirri mynd er eitt það magnaðast "bardagaatriði" sem ég hef séð. Þar sem að King Kong er að slást við þrjár T-rex risaeðlur og einnig að verja stúlkuna. Þetta er vel hannað atriði. Hreyfingar dýranna, atburðarrásin og krafturinn er allt mjög vel útfært.