Sunday, April 23, 2006

Veður


Jæja, sumardagurinn fyrst, svo gott veður og núna snjór..hummmm. Annars er þetta allt í lagi þar sem að þetta stoppar ekki lengi við. Þessi snjór mun bráðna eins og hinn snjórinn sem kom á undan þessum. Þetta er frosið vatn og þegar að hitnar þá þiðnar þetta frosna vatn og síðan gufar vatnið upp við enn meiri hita. Þannig að á mánudaginn þá mun allt vera komið í sama horf á fyrir daginn í dag. Blautt en snjólaust og síðan á þriðjudaginn verður að mestu orðið þurrt aftur. Klukkan er núna 05:56am (eins og kaninn segir) og það heldur áfram að snjóa þótt að ég sé búinn að hóta snjóleysi.

No comments: