Sunday, April 29, 2007

Stranger Than Fiction


Ég held bara áfram að bulla eitthvað um eitthvað af þeim kvikmyndum sem ég hef verið að horfa á undanfarið. Ég sá myndina "Stranger Than Fiction" með Wil Farrell í aðalhlutverki. Þetta var mynd sem að beygjir aðeins raunveruleikan. Þetta er um mann sem að er persóna í bók sem að rithöfundur er að skrifa og hann heyrir allt það sem að rithöfundur er að segja um hann. Ég hef alltaf gaman af svona myndum sem að eru ekki alveg raunverulegar en samt ekki alger vísindaskáldsaga. Það var mikið af svona myndum á áttunda áratugnum þar sem að skilin á milli raunveruleika og óraunveruleika voru ekki alltaf skír. Eins og myndir Woody Allen og t.d. eins og myndin "Sloughterhouse 5". Ég hef tekið eftir því að að eru að koma fleiri svona myndir aftur, eins og "Eternal Sunshine of a Spotless mind", sem að eiga við hið útrúlega án þess að útskýra það eitthvað með geimverum, draugum eða draumum.
Þessi mynd, Stranger Than Fiction, var mjög góð og var fersk og frumleg. Fyrstu mínútur myndarinnar voru mjög grafískar þar sem að bætt var inn í hreyfimyndina grafísk atriði sem voru notuð til þess að útskýra nánar það sem að sögumaðurinn var að segja. Will Farrel er alltaf góður. Hann er stundum mjög ýktur en í þessari mynd notaði hann rólegri aðferð til þess túlka þennan skatt-mann sem að lifið mjög öruggu lífi, þangað til að flæktist inn í sína eigin sögu.

Monday, April 16, 2007

Sunshine


Fór að Sunshine núna um daginn. Þetta var nokkuð veginn alveg eins mynd og ég bjóst við. Flott gerð, flottar senur, flottar tæknibrellur og ágætis leikur hjá leikurum myndarinnar. Þar sem að maður hefur séð nokkrar framúrstefnu myndir um ævina þá var þetta samblanda af 2001 Space Odessy og Event Horizon, með smá Amerceddon heimsbjörgun ívafi. En maður á ekki alltaf á láta svoleiðs hluti angar sig og njóta þess að skoða þá mynd sem horft er á. Leikstjórinn er sá sami og gerði Trainspotting og 28 days later og gat maður séð handbragð hans og stíl greinilega í mörgum senum myndarinnar. Hann er oft með frumlega myndatöku og skemmtileg sjónarhorn. Þetta var allt fullnýtt í þessari og var árangurinn nokkuð góður. Þetta var 7.0 mynd í þessum flokki fyrir bíó nörd eins og mig.

Friday, April 06, 2007

Myndin 300



Jæja þá sá maður loksins þessa blessuðu mynd. Ég vissi það að þetta yrði eitthvað gott þegar ég sá fyrsta "trailerinn" síðasta haust. Frank Miller er afbragðs myndasögumaður og síðan voru þeir búnir að gera myndina Sin City eftir sögu F. Miller. Myndin 300 var stórkostlegt, sérstaklega fyrir hasarblaða- og bíódellunörd. Flottar senur, tónlistin passaði vel við myndina... sannkallaður konfektmoli. Brellurnar, bæði tæknilegar og gerfin voru vel gerð. Nú er bara að bíða eftir DVD disknum og vonandi verður nóg af aukaefni.