
Ég held bara áfram að bulla eitthvað um eitthvað af þeim kvikmyndum sem ég hef verið að horfa á undanfarið. Ég sá myndina "Stranger Than Fiction" með Wil Farrell í aðalhlutverki. Þetta var mynd sem að beygjir aðeins raunveruleikan. Þetta er um mann sem að er persóna í bók sem að rithöfundur er að skrifa og hann heyrir allt það sem að rithöfundur er að segja um hann. Ég hef alltaf gaman af svona myndum sem að eru ekki alveg raunverulegar en samt ekki alger vísindaskáldsaga. Það var mikið af svona myndum á áttunda áratugnum þar sem að skilin á milli raunveruleika og óraunveruleika voru ekki alltaf skír. Eins og myndir Woody Allen og t.d. eins og myndin "Sloughterhouse 5". Ég hef tekið eftir því að að eru að koma fleiri svona myndir aftur, eins og "Eternal Sunshine of a Spotless mind", sem að eiga við hið útrúlega án þess að útskýra það eitthvað með geimverum, draugum eða draumum.
Þessi mynd, Stranger Than Fiction, var mjög góð og var fersk og frumleg. Fyrstu mínútur myndarinnar voru mjög grafískar þar sem að bætt var inn í hreyfimyndina grafísk atriði sem voru notuð til þess að útskýra nánar það sem að sögumaðurinn var að segja. Will Farrel er alltaf góður. Hann er stundum mjög ýktur en í þessari mynd notaði hann rólegri aðferð til þess túlka þennan skatt-mann sem að lifið mjög öruggu lífi, þangað til að flæktist inn í sína eigin sögu.
1 comment:
Sæll, jæja hittingur eða...
Allavega að lesa þessar skemmtilegu greinar hjá þér sé ég það að ég fer allt of litið i bíó ;o)
See you soon...
Post a Comment