
Enþá hefur Leon vinninginn. Ég var að horfa á myndina núna rétt fyrir nokkrum dögum og hún eldist vel. Það er eitthvað við þessa mynd sem að veldur því að hún er í svona miklu uppáhaldi hjá mér. Þegar ég sá hana fyrst þá var ég í námi í USA og fór einn á myndina einn eftirmiðdag. Ég var búinn að vera úti í um eitt ár og var enþá að koma mér fyrir í framandi landi. Mér þótti myndin stórkostleg þegar ég sá hana fyrst og þegar að myndin var tæplega hálfnum þá var það ekkert verra þegar að lagði með Björk, "Venus as a Boy" var spilað með einu atriðinu. Á þeim tíma var Björk í miklu uppáhaldi hjá mér og þarna varð einhver tenging þegar ég var að horfa á myndina. En fyrir utan allt þetta þá er þetta bara flott mynd og sagan góð. Samspil Jean Reno, sem Leon og Natalie Portman, sem Mathilda var áhrifaríkt. Gary Oldman fór vel með hlutverk lögreglunnar "tæpu", Stansfield. Einnig tókst leikstjóranum, Luc Besson, að gera New York borg með framandi og tímalausa. Fyrir utan úrelta lögreglubíla og gamla lögreglubúninga þá heldur myndin sér nokkuð vel.
No comments:
Post a Comment