
Ég var að skoða iPhone síðuna núna rétt áðan og það var verið að kynna YouTube á þeim síma. Þar sá ég nokkuð magnað, hund á hlaupabretti. Nú ég hef séð hund á hlaupabretti áður en það var eitthvað við þennan sem mig langaði að skoða nánar. Ég fór á Youtube.com síðuna og leitaði að Skateboarding dog, og fann hundinn Tyson sem hefur greinilega mjög gaman af því að nota hlaupabrettið. Nú munurinn á þessum hundi og það sem maður hefur séð aður, er að þessi hefur mjög mikla sjórn á brettinu. Hann getur greinilega stjórnað hraðanum og einnig tekið beygjur með því að halla sér til hægri eða vinstir. Ég mæli einnig með síðunni www.skateboardingbulldog.com, þar sem hægt er að skoða fleiri myndbönd með þessum svala hundi.
No comments:
Post a Comment