
Hannibal Rising... ok. Myndin er sæmileg, eða nokkuð góð. En miða við fyrstu myndina þá er ekki hægt að endurskapa þann viðbjóð og spennu sem að áhorfendur urðu fyrir á þeirri sýningu. Fyrst kom Silence of the Lambs (1990) svo kom Hannibal (2001), Red Dragon (2002) (sem er í rauninni endurgerð myndarinnar Manhunter frá 1986) og núna þessi Hannibal Rising (2007). Það sem að allar þessar myndir eiga sameiginlegt er að loka atriði myndanna á að vera eitthvað hryllilegt til þess að sýna hverssu mikið ómenni Hannibal Lecter er. Útlit Hannibal Rising var í sama stíl og hinar. Dökkar yfirlitum, sviðsmyndin og myndataka flott. Það var áhugavert að sjá hvaðan Hannibal kemur of af hverju hann varð svona. Mér þótti hin ungi Hannibal, sem er leikin af ungum frönskum leikara Gaspard Ulliel, standa sig vel í þessu hlutverki. Hann náði vel að sýna einbeitingu og geðveiki Lecters mjög vel. En stundum fannst mér eins og það væri að vera gera Hannibal af einhverskonar ofurhetju sem að hefnir dauða systur sinnar á mönnum, með mikilli snild og miklu ofbeldi. Maður hefur enga samúð með fórnalömbum hans og vill að öll hans illvirki gangi upp. En til þess er örugglega leikurinn gerður.
No comments:
Post a Comment