
Ég fór á forsýningu á Transformers síðustu viku... og ég verð bara að segja að hún kom mér verulega á óvart. Ég var búinn að heyra af þessar mynd snemma á þessu ári og ég bjóst við að þetta yrði algert bull og vitleysa. Hvort tveggja var satt, þetta var bull og vitleysa en mjög vel gerð. Þetta var þessi blanda, myndir sem ég kalla "Allt-fer-til-helvítis-á-jörðinni-en-reddast-svo-mynd". Eins og myndirnar Indipendence Day, War of the Worlds, Godzilla o.fl.
Það var ánægjulegt að að fá að horfa á mynd, textalausa. Við félagarnir sáum nokkuð framalega og gátum notið myndarinnar mjög vel. Grín, hraði og spenna, allt atriði sem fylgja góðri skemmtun. Ég var orðinn aðeins og gamall til þess að leika mér með Transformers dótið og fylgjast með þáttunum. En það truflaði mig ekki og ég keypti alveg þessi stóru vélmenni sem breyttur sér í ýmis faratæki og til baka. Þeir góðu voru ýmsar bifreiðar og þeir vondu voru ýmsikonar hernaðartæki og flugvélar. En maður þarf algjörlega að taka þessar mynd eins og hún er ef maður ætlar að njóta hennar. En annars er þetta mjög mikil stráka og nörda mynd. Til dæmi um þess, af 500 bíógestum á sýningunni á taldi ég þrjár eða fjórar stúlkur í salnum.... sem voru sennilega dregnar á þessa mynd af kærasta sínum.
1 comment:
Heyrðu þetta var gaman, lets do this again.. og það er skrall þar næstu helgi ertu game ?
Post a Comment