Tuesday, August 21, 2007

Perfume


Það er nokkuð síðan ég hef verið að bulla hér á þessu bloggi hér um myndir og annað. En það er útaf því að það er ekkert til þess að tala um. Fyrr en núna! Ég tók myndina Perfume á leigu í gær og hún var ferskur blær innan um allt það DVD rusl sem er í gangi þessa dagana. Sagan var frumleg og myndin góð. Perfume fjallar um strák sem hefur yfirnáttúrulegt lyktarskyn. En þar sem að heimur hans er lykt og ilmur, þá raunveruleikaskyn hans ekki eins og hjá okkur hinum sem hefur slæmar afleiðingar í för með. Það er alltaf greinilegt þegar maður er að horfa á evrópska mynd eða Hollywood myndir. Þetta var ekki hin dæmigerða Hollywood mynd og er alltaf gott að sjá að menn eru enþá að framleiða góðar kvikmyndir.

1 comment:

Anonymous said...

Sæll, það er kominn timi á aðra bíóferð ;o) verum i bandi