Saturday, August 25, 2007

Master Chief Carl Brashear, Men of Honor.


Ég var að horfa á myndina "Men of Honor (2000)" sem var verið að sýna á stöð 2 í kvöld. Eftir myndina varð ég forvitinn um sögu Master Chief Carl Brashear, sem myndin fjallar um. Ég fór á netið og sló inn nafninu Carl Breashear og þá fann ég síðuna Pilotonline.com, þar sem að var frétt um að Master Chief Carl Brashear hafi dáið í dag 25.ágúst, 75 ára að aldri. Jú auðvitað er þetta tilviljun en fékk mig aðeins til að hugsa nánar um þessa sögu og að hún er í raun sönn. Myndin sem fylgir þessum pistli er af Cuba Gooding Jr. sem leikur Carl Breashear og mynd af honum sjálfum við köfun og sem eldri maður.

No comments: