
Já ég fór á Rise of the Silver Surfer í gær. Ef Silver surferinn hefði ekki verði þarn í þessari mynd þá hefði ég aldrei farið á hana í bíó. Ég vilid sjá hvernig hann kæmi út á stóru tjaldi. Ég held að það sé líka annað að horfa á þessa mynd og vita ekkert um Silver Surfer eða hafa sömu nörda upplýsingar og við sem höfum lesið og skoðað mikið af hasarblöðum. Ég man greinilega eftir honum þegar að ég var að skoða þessi blöð og það var ýmislegt sem að kom ekki fram í myndinni sem hefði betur útskýrt krafta hans og sögu. Surferinn er næstum því ódrepanlegur og sennilega einn af þeim öflugasta, fyrir utan Superman. Surferinn nærist á orku og þarf enga fæðu og engan svefn og er ódauðlegur, svo lengi sem það er til orka í alheiminum. Hann getur ferðast hraðari en ljósið og getur stundum ferðast um tímann. En hann getur séð fortíðina og einnig séð fram í tímann. Hann getur lesið hugsanir og jafnvel sjórnað þeim á örðu fólki og verum. Það sem drífur Surferinn áfram er endalaus leit hans af ástkonu sinni sem hann missti fyrir löngu síðan. Hann ferðast um heima og geyma um von um að finna lausn til þess að sameinast henni aftur. Eftir að hafa losað sig frá Calactius er hann ekki háður neinum og fylgir engum nema sínum eigin leit af ástkonu sinni. En hann eftur oft aðstoðað jarðabúa þegar að hætta steðjar að.
No comments:
Post a Comment