
Ég veit ekki einu sinni hvar ég á að byrja með þessa mynd. Það var varla atriði í myndinni sem var ekki búinn að sjá í öðrum myndum. Myndin byrjaði eins og The Quest for Fire, for síðan smá inná Willow, þar næst Apocolipto fór síðan út í Stargate og endaði sem blanda af 300 og Stargate aftur... sem sagt algert bull og enginn frumleikii. Ég nenni ekki einu sinni að fara mikið í smáatriðin í þessar bull mynd. En myndin er seld sem Epic-Stórmynd, en er í rauninni bara þrjú-bíó barna ævintýramynd, ef það nær því þá.
En svo reyndi ég að ýta öllu þessu til hliðar og horfa bara á myndina og njóta þess eins og hún er, þá sleppur þetta alveg.