Wednesday, March 26, 2008

10.000 BC


Ég veit ekki einu sinni hvar ég á að byrja með þessa mynd. Það var varla atriði í myndinni sem var ekki búinn að sjá í öðrum myndum. Myndin byrjaði eins og The Quest for Fire, for síðan smá inná Willow, þar næst Apocolipto fór síðan út í Stargate og endaði sem blanda af 300 og Stargate aftur... sem sagt algert bull og enginn frumleikii. Ég nenni ekki einu sinni að fara mikið í smáatriðin í þessar bull mynd. En myndin er seld sem Epic-Stórmynd, en er í rauninni bara þrjú-bíó barna ævintýramynd, ef það nær því þá.
En svo reyndi ég að ýta öllu þessu til hliðar og horfa bara á myndina og njóta þess eins og hún er, þá sleppur þetta alveg.

Friday, March 21, 2008

2010 space odyssey


Ég er að horfa á 2010 space odyssey myndina á TCM rásinni. Myndin er frá 1984 en 2001 space odyssey er frá 1968. Þessi mynd er beint framhald af fyrri myndini. Ég verð samt að segja að þessi eldist verr heldur en sú fyrri frá 1968. Sú fyrri er auðvitað meistaraverk en þessi er ekki alveg í sömu deild. En eins og svo margar myndir þá horfði ég reglulega á þessa mynd þegar að hún kom út. Fór á hana í bíó og seinna átti ég hana á VHS myndbandi og horfði á hana reglulega í nokkur ár. En það eru kannski um 10 ár síðan ég sá hana síðast og það streyma yfir mann minningar um myndina og tímann þegar maður var að horfa á þessa mynd sem mest.