
Ég er að horfa á 2010 space odyssey myndina á TCM rásinni. Myndin er frá 1984 en 2001 space odyssey er frá 1968. Þessi mynd er beint framhald af fyrri myndini. Ég verð samt að segja að þessi eldist verr heldur en sú fyrri frá 1968. Sú fyrri er auðvitað meistaraverk en þessi er ekki alveg í sömu deild. En eins og svo margar myndir þá horfði ég reglulega á þessa mynd þegar að hún kom út. Fór á hana í bíó og seinna átti ég hana á VHS myndbandi og horfði á hana reglulega í nokkur ár. En það eru kannski um 10 ár síðan ég sá hana síðast og það streyma yfir mann minningar um myndina og tímann þegar maður var að horfa á þessa mynd sem mest.
2 comments:
Seinni myndin var ekki eins súrrealísk og sú fyrri. Svo er þetta kalda stríð óttalega hallærislegt í dag. :)
Annars annað. Ég hef ekki emailið þitt, geturðu sent mér á gillimann@gmail.com?
U got a photo coming. :)
Alveg satt
Post a Comment