Saturday, April 30, 2011

Nýtt look...

Þá er komið nýtt look á þessa blessuðu blogg síðu. Tók eftir því þegar ég var að grúska í þessu í gær, að fyrsta blogg er frá 2006. Mikið af þessu tilgangslaust bull, en gott að geta sett hér inná verk, teikningar og kannski eitthvað af myndum. Gera þetta af meira lifandi stafrænni möppu. Af hverju er ég að segja þetta.. veit það ekki. Enginn sem les þetta!

Friday, April 29, 2011

Endurnyjun

Verð að halda mig við þetta blogg, logaland, þar sem svo virðist ekkert ganga að setja upp nýja blogg síðu. Eftir nokkrar tilraunir þá verð ég að játa mig sigraðan og halda mig við þetta blogg. Verð samt að poppa þetta aðeins upp ef ég ætla að hafa þetta sem heimasíðu.