
Ég skil þetta ekki. Þriðja slaka myndin sem ég sé á skömmum tíma. Fór á Thor um daginn og hún stóðst ekki væntingar. Sá Battle:LA og var hreint út sagt léleg, og svo núna Pirates of the Carabian... Í rauninni þá nenni ég ekki að eyða orðum um hana. Flott umgjörð og allt til alls nema... Vantaði kraftin, söguna, viðbótarpersónurnar voru veikar og ýmis atriði sem voru alls ekki í takt við hinar myndirnar. En, já! Lala! Nema ný og góð 3D gleraugu tekin í notkun. Mun betri en þau sem eru seld með miðanum. Léttari og svo var ekki einhver rammi að trufla sjónsviðið. En eins og alltaf þá finnst mér textinn skemmta þessar þrívíddar myndir.