
Black hawk down meets Independence Day. En ekki góð skemmtun. Ég nenni varla að tala um þessa mynd, en hún var það léleg að ég er knúinn til þess að venta hér. Það var allt lélegt við myndina. Sagan var léleg, ófrumleg, leikurinn slakur, leikstjórn aum, myndataka ekki góð. Svona mætti lengi telja. Tæknibrellur voru ágætar, en þær voru heldur ekki frumlegar. Geimverur og geimför, allt það sem maður hefur séð áður. Nei, ég ætla ekki að eyða fleiri orðum í þetta rusl. Alltaf ánægður þegar ég fer ekki í bíó á svona myndir.
No comments:
Post a Comment