Wednesday, July 27, 2011

Monday, July 25, 2011

Harry Potter


Þá er Harry Potter ævintýrið á enda. Fyrir tíu árum síðan fór ég með fósturdóttur mína í bíó, þá átta ára gömul, á einhverja ævintýra mynd, Harry Potter and the Philosopher's Stone. Mér þótti uppruni myndarinnar áhugaverður. Þar sem kona á atvinnuleysisbótum fór að segja og semja sögur fyrir börnin sín. Seinna voru þessar sögur gefnar út og svo var búið að gera bíómynd eftir fyrstu sögunni. Vel á minnst þessi kona, J. K. Rowling, er ein af ríkustu konum Englands.
Mér þótti þessi mynd sem við fórum á fyrir 10 árum síðan mjög góð og náði alveg að lifa mig inní myndina í gegnum 8 ára fósturdóttur mína, þar sem hún var að svipuðum aldri og aðalpersónur myndarinnar. Tveir drengir og ein stúlka. Nú svo kom mynd tvö, þrjú... og áfram í áttundu mynd sem við fórum á í gær. Þetta er búið að vera næstum árleg hefð hjá okkur að fara á þessar myndir sem kom að lokum þeirrar hefðar í gær.
Þetta er búið að vera skemmtilegt kvikmyndævintýri í gegnum árin en nú er það bara að eignast þessar myndir á blueray og fá sér stærra sjónvarp :)

Monday, July 11, 2011

Gaur með grímu, skyssa.


Skyssa, áhrif frá Army of Two.

Saturday, July 09, 2011

TRANSFORMERS 3


Rússibanaferð sjóntaugarinnar. Ef maður tekur myndinni eins og hún er og lætur ekki Hollywood bullið pirra sig, þá er þetta bara augnakonfekt og skemmtileg mynd. Ætlaði að fara láta angra mig ýmis atriði og svo náði ég alveg að skipta um gír og lifa mig inní þetta ævintýri. En þetta er ekkert annað en ævintýri og ekki hægt að taka hana of hátíðlega. Burt sé frá því, þá var þetta bara ágætis skemmtun hefði ekki viljað missa af henni í bíó.

Friday, July 08, 2011

Paul


Sá myndina Paul um daginn.. Bjóst nú ekki við miklu en varð samt fyrir vonbrigðum. Hefið verið hægt að gera meira úr efninu. Þetta voru leikaradúettið úr Shawn of the Dead og Hot Fuzz, sem voru báðar góðar grínmyndir. Það sem truflaði mig.. nei ég nenni ekki að skrifa meira um þessa mynd, því að það skiptir ekki máli!