Monday, July 25, 2011

Harry Potter


Þá er Harry Potter ævintýrið á enda. Fyrir tíu árum síðan fór ég með fósturdóttur mína í bíó, þá átta ára gömul, á einhverja ævintýra mynd, Harry Potter and the Philosopher's Stone. Mér þótti uppruni myndarinnar áhugaverður. Þar sem kona á atvinnuleysisbótum fór að segja og semja sögur fyrir börnin sín. Seinna voru þessar sögur gefnar út og svo var búið að gera bíómynd eftir fyrstu sögunni. Vel á minnst þessi kona, J. K. Rowling, er ein af ríkustu konum Englands.
Mér þótti þessi mynd sem við fórum á fyrir 10 árum síðan mjög góð og náði alveg að lifa mig inní myndina í gegnum 8 ára fósturdóttur mína, þar sem hún var að svipuðum aldri og aðalpersónur myndarinnar. Tveir drengir og ein stúlka. Nú svo kom mynd tvö, þrjú... og áfram í áttundu mynd sem við fórum á í gær. Þetta er búið að vera næstum árleg hefð hjá okkur að fara á þessar myndir sem kom að lokum þeirrar hefðar í gær.
Þetta er búið að vera skemmtilegt kvikmyndævintýri í gegnum árin en nú er það bara að eignast þessar myndir á blueray og fá sér stærra sjónvarp :)

No comments: