Saturday, August 27, 2011

90´s eða tíundi áratugurinn...?


Ég hef ákveðið að hætta að segja níundi áratugurinn þegar ég meina 1980 og eitthvað. Eða sjöundi áratugurinn, þegar ég er að tala um 1960 og eitthvað. Ég ætla að nota enska kerfið í þessu, þar er þetta eins og það á að vera. The 90´s þýðir 1990 til 1999, þannig að þegar ég er að tala um níunda áratuginn, þá er ég að tala um það sem gerðist frá 1990 til 1999...! "Heyrðu já þetta gerðist á fimmta áratugnum!" ...ekki fjörtíu og eitthvað heldur fimmtíu og eitthvað..! Eins og þessi bifreið sem fylgir þessum texta. Þessi bifreið er frá fimmta áratugnum! Ég veit, smá uppreisn, ... En hvað með það!!

Tuesday, August 23, 2011

Tilviljun, Suicide Kings



Ég er núna að horfa á myndina Suicide Kings með Christofer Walken, Denis Leary og Jay Mohr í aðalhlutverkum. Myndin kom út árið 1997 og sá ég hana í fyrsta sinn í Harkins Theater í Tempe, USA. Þetta var ein af mínum uppáhalds mindum í nokkur ár og horfði á hana reglulega. En svo hafði ég ekkert horft á hana í nokkur ár fyrr en í dag. Tilviljunin er sú að í dag er 23. ágúst og Jay Mohr sem leikur eitt af aðalhlutverkum í myndinni á afmæli í dag. Hefði sennilega aldrei áttað mig á því, nema ég stoppaði myndina til þess að leita að því þegar Jay Mohr tekur Christofer Walken, and Mohr er með eina af bestu eftirhermum af Walken sem ég hef séð. Nú í þessari leit rak ég augun í það á IMDB að Jay Mohr er fæddur 23.águst 1970.