
Núna næsta mars er að koma út kvikmyndin 300. Þetta er mynd sem er gerð eftir teiknimyndasögunni 300 erftir Frank Miller. Sagan fjallar um 300 hermenn frá Spörtu-ríki sem berjast við mikinn her Persa. Þessi mikla orusta varð til þess að Grikkir sameinuðust í eitt ríki. Nú! Það er ekki oft sem ég hlakka til þess að fara í bíó þessa dagana, en þetta er mynd sem verður örugglega eitt af þessum myndum sem maður verður að sjá á stóru tjáldi. Ég sá "trailerinn" um daginn og ég var mjög hrifinn af því sem ég sá. Ég var búinn að sjá einhvern "trailer" um gerð myndarinnar og bjóst ég ekki við miklu, en svo sá ég þetta brot úr myndinni sjálfri. Ég held að stíllin á þessari mynd sé mjög í anda teiknimyndasögunnar. Sagan er mjög ofbeldisfull og stórar bardagasenur. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta kemur svo allt út á hvíta tjaldinu. Sem teiknimyndasögu nörd þá bíð ég spenntur.
No comments:
Post a Comment