
Ég var að horfa á sjálfstætt fólk á stöð 2 núna rétt áðan og þar kom fyrir setning sem að mér þykir alltaf sérstök. En það var "lifðu hverjum degi eins og hann sé sá síðasti...". Svo kom eitthvað meira eftir en ég var hættur að hlusta. Ársæll var að tala við Thelmu Herzl sem að segir að þetta sé hennar lífs mottó. Ég veit ekki, en kannski hugsar maður á þennan máta þegar maður hefur náðu vissu þroska stigi, en ef ég myndi lifa hverjum degi eins og hann væri sá síðasti þá gengi dæmið ekki alveg upp. Ég held að maður þurfi að vera annað hvort mjög vel efnaður eða kominn á vissan aldur til þess að geta hugsað á þennan máta. Það mætti í rauninni umorða þetta aðeins betur; lífið er stutt, njóttu þess á meðan þú getur. Það þýðir samt ekki að hætta að vinna og sinna sínum verkum í þessu líf. Ef allir myndu gera það sem þeim sýnist þá værum við í vondum málum. Ég veit að hún meinti ekki með þessu að maður ætti að gera hvað sem er, hvenær sem er. En það er bara svo margir í þessum heimi sem þurfa að lifa hverjum degi eins og hann sé sá síðasti, og þá á ég ekki við til að njóta þess heldur til þess að lifa af. Heldur þeir sem vita ekki hvenær næsta máltíð kemur eða hvar þeir munu sofa í nótt. Aðeins þeir sem hafa lifað í vernduðum heimi geta sagt þetta hugsunarlaust.
1 comment:
Vel orðað félagi ;o)
Post a Comment