
Ég lærði nýtt nafn í dag... Ron Mueck. Þetta er höggmyndlistamaður, ef maður getur kallað hann það. Hann er fæddur í Ástralíu en býr til sín verk í London. Ron vann sem höggmyndasmiður við kvikmyndir og sjónvarp áður en hann fór að skapa sína eigin list. Ég var einhverntímann búinn að sjá mynd eftir hann en hélt að þetta væri bara ein stytta, en þessi Mueck er búinn að gera nokkrar magnaður styttur. Það er áhugavert hvað hann er að gera með líkamann, þessi sérstaka stækkun og einnig minnkun á mannslíkamanum. Þær eru mjög raunverulegar og ég hled að það væri flott að sjá þessar styttur með berum augum.
No comments:
Post a Comment