
Jæja þá sá maður loksins þessa blessuðu mynd. Ég vissi það að þetta yrði eitthvað gott þegar ég sá fyrsta "trailerinn" síðasta haust. Frank Miller er afbragðs myndasögumaður og síðan voru þeir búnir að gera myndina Sin City eftir sögu F. Miller. Myndin 300 var stórkostlegt, sérstaklega fyrir hasarblaða- og bíódellunörd. Flottar senur, tónlistin passaði vel við myndina... sannkallaður konfektmoli. Brellurnar, bæði tæknilegar og gerfin voru vel gerð. Nú er bara að bíða eftir DVD disknum og vonandi verður nóg af aukaefni.
2 comments:
Já rosalega flott mynd... og sleppti ég mér alveg við að lifa mig inní hana...var alveg til i að skella mér i búning og berjast hehe.. já það er stutt i peyjann i manni... eða maður er með þetta að visu i blóðinu...samkvæmt íslendingabók er maður nútima Víkingur ;o) snilld...
THIS, IS, SPARTA!!!!!!!!!!!!!
Post a Comment