Wednesday, July 11, 2007

Transformers


Ég fór á forsýningu á Transformers síðustu viku... og ég verð bara að segja að hún kom mér verulega á óvart. Ég var búinn að heyra af þessar mynd snemma á þessu ári og ég bjóst við að þetta yrði algert bull og vitleysa. Hvort tveggja var satt, þetta var bull og vitleysa en mjög vel gerð. Þetta var þessi blanda, myndir sem ég kalla "Allt-fer-til-helvítis-á-jörðinni-en-reddast-svo-mynd". Eins og myndirnar Indipendence Day, War of the Worlds, Godzilla o.fl.
Það var ánægjulegt að að fá að horfa á mynd, textalausa. Við félagarnir sáum nokkuð framalega og gátum notið myndarinnar mjög vel. Grín, hraði og spenna, allt atriði sem fylgja góðri skemmtun. Ég var orðinn aðeins og gamall til þess að leika mér með Transformers dótið og fylgjast með þáttunum. En það truflaði mig ekki og ég keypti alveg þessi stóru vélmenni sem breyttur sér í ýmis faratæki og til baka. Þeir góðu voru ýmsar bifreiðar og þeir vondu voru ýmsikonar hernaðartæki og flugvélar. En maður þarf algjörlega að taka þessar mynd eins og hún er ef maður ætlar að njóta hennar. En annars er þetta mjög mikil stráka og nörda mynd. Til dæmi um þess, af 500 bíógestum á sýningunni á taldi ég þrjár eða fjórar stúlkur í salnum.... sem voru sennilega dregnar á þessa mynd af kærasta sínum.

Sunday, July 01, 2007

Hannibal Rising


Hannibal Rising... ok. Myndin er sæmileg, eða nokkuð góð. En miða við fyrstu myndina þá er ekki hægt að endurskapa þann viðbjóð og spennu sem að áhorfendur urðu fyrir á þeirri sýningu. Fyrst kom Silence of the Lambs (1990) svo kom Hannibal (2001), Red Dragon (2002) (sem er í rauninni endurgerð myndarinnar Manhunter frá 1986) og núna þessi Hannibal Rising (2007). Það sem að allar þessar myndir eiga sameiginlegt er að loka atriði myndanna á að vera eitthvað hryllilegt til þess að sýna hverssu mikið ómenni Hannibal Lecter er. Útlit Hannibal Rising var í sama stíl og hinar. Dökkar yfirlitum, sviðsmyndin og myndataka flott. Það var áhugavert að sjá hvaðan Hannibal kemur of af hverju hann varð svona. Mér þótti hin ungi Hannibal, sem er leikin af ungum frönskum leikara Gaspard Ulliel, standa sig vel í þessu hlutverki. Hann náði vel að sýna einbeitingu og geðveiki Lecters mjög vel. En stundum fannst mér eins og það væri að vera gera Hannibal af einhverskonar ofurhetju sem að hefnir dauða systur sinnar á mönnum, með mikilli snild og miklu ofbeldi. Maður hefur enga samúð með fórnalömbum hans og vill að öll hans illvirki gangi upp. En til þess er örugglega leikurinn gerður.