
Bourne Identity og Supermacy voru nokkuð góðar. Fyrsta myndin kom mér verulega á óvart og var fersk og spennandi á sínum tíma. Seinni myndin var ágæt og þessi þriðja og nýjasta er ekki síðri. Sagan er nokkuð fyrirsjáanleg en manni er haldið í góðri spennu um 80% af myndinni. Vel útfærð bardagaatriði og eltingaleikir. Ég er alltaf sáttur þegar maður nær að spennast vel upp við að horfa á kvikmynd. Það gerðist nokkrum sinnum í þessari mynd.