Wednesday, August 29, 2007

Bourne Ulitimatum


Bourne Identity og Supermacy voru nokkuð góðar. Fyrsta myndin kom mér verulega á óvart og var fersk og spennandi á sínum tíma. Seinni myndin var ágæt og þessi þriðja og nýjasta er ekki síðri. Sagan er nokkuð fyrirsjáanleg en manni er haldið í góðri spennu um 80% af myndinni. Vel útfærð bardagaatriði og eltingaleikir. Ég er alltaf sáttur þegar maður nær að spennast vel upp við að horfa á kvikmynd. Það gerðist nokkrum sinnum í þessari mynd.

Saturday, August 25, 2007

Master Chief Carl Brashear, Men of Honor.


Ég var að horfa á myndina "Men of Honor (2000)" sem var verið að sýna á stöð 2 í kvöld. Eftir myndina varð ég forvitinn um sögu Master Chief Carl Brashear, sem myndin fjallar um. Ég fór á netið og sló inn nafninu Carl Breashear og þá fann ég síðuna Pilotonline.com, þar sem að var frétt um að Master Chief Carl Brashear hafi dáið í dag 25.ágúst, 75 ára að aldri. Jú auðvitað er þetta tilviljun en fékk mig aðeins til að hugsa nánar um þessa sögu og að hún er í raun sönn. Myndin sem fylgir þessum pistli er af Cuba Gooding Jr. sem leikur Carl Breashear og mynd af honum sjálfum við köfun og sem eldri maður.

Tuesday, August 21, 2007

Perfume


Það er nokkuð síðan ég hef verið að bulla hér á þessu bloggi hér um myndir og annað. En það er útaf því að það er ekkert til þess að tala um. Fyrr en núna! Ég tók myndina Perfume á leigu í gær og hún var ferskur blær innan um allt það DVD rusl sem er í gangi þessa dagana. Sagan var frumleg og myndin góð. Perfume fjallar um strák sem hefur yfirnáttúrulegt lyktarskyn. En þar sem að heimur hans er lykt og ilmur, þá raunveruleikaskyn hans ekki eins og hjá okkur hinum sem hefur slæmar afleiðingar í för með. Það er alltaf greinilegt þegar maður er að horfa á evrópska mynd eða Hollywood myndir. Þetta var ekki hin dæmigerða Hollywood mynd og er alltaf gott að sjá að menn eru enþá að framleiða góðar kvikmyndir.