
Ég er búinn að gefast upp og fá nóg af vampírumyndum. Þessi blessaða mynd... Í rauninni ætti ég ekki að vera eyða orðum yfir þetta og hætta að pirra mig á því sem ég get ekki breytt eða haft áhrif á. En ég ætla að skrifa þetta hér og síðan um ég aldrei hugsa um þessa mynd framar og reyna að gleyma henni. Sumar sögur eiga bara að vera teiknaðar, eins og þessi var. Það var svo margt rangt og illa gert í þessari mynd að ég nenni ekki einu sinni að telja það upp. Það eina sem var í lagi var snjórinn, sem var bæði alvöru snjór og einnig tilbúinn. Þessi mynd var bara hallærisleg og ég fékk oft kjánahroll við mörg atriðin. En eins og ég byrjaði á þá held ég að þetta hafi fyllt mæli minn á vampíru myndum, held að það sé búið að mjólka þá kú, þurra...
No comments:
Post a Comment