
Ok! Ég vissi alveg að þetta væri svona-listræn-mynd.. en vá! Jú jú, ég skil að list er list og þetta var ekki þessi venjulega kvikmynd með byrjun, stíganda, hámarki og endi. Þó að það væri áberandi stígandi og áberandi hámark. Síðan í rauninni er ekki hægt að segja frá þessari mynd. Eða um hvað hún fjallar, þetta er bara samansett atriði sem mynda einhverskonar heild. Undirtónninn er einhverskonar hvalveiðar. Stígandi er samband karls og konu sem endar með mjög sérkennilegu brúðkaupi og allt í japönskum stíl. Ég á meira að segja erfitt með að skrifa þetta niður og átta mig á því hvar ég á að byrja. Auðvitað á þessi mynd að vekja upp tilfinningar og hugsanir en ekki endilega að koma með loka laus eða enda kafla. Ég mæli ekki með henni, og mun örugglega ekki nenna að horfa á hana aftur en samt allt í lagi að horfa á hana þar sem ég var ekkert annað að gera.
Björk leikur í myndinni og karl hlutverkið á móti henni er leikstjóri myndarinnar,Matthew Barney .
No comments:
Post a Comment