
Ég var að koma af myndinni Terminator Salvation... og ég verð að segja að það er orðið mjög sjaldgæft þessa dagana, að ég sé sáttur með þá kvikmynd sem ég fer á. En þessi var mjög góð. Ég bjóst við ýmsu og það stóðst en svo bætist ofaná væntingar og virkaði mjög vel. Eitt og eitt atriði í myndinni sem var ekki að ganga upp, en það truflaði ekki heildarútkomuna. Svo þar sem þetta er Hollywood mynd þá má maður alltaf búast við Hollywood endi, sem og gerðist. Christian Bale klikkar ekki þessa dagana, en samt var vottur af Batman í röddinni á honum, en hann er greinilega á miklu flugi. En ég var mjög ánægður með leik Sam Worthington, sem var með stórt hlutverk í þessari mynd. Mjög flott týpa og maður þarf að fylgjast vel með honum núna í næstu stórmyndum. Því ef hann spilar rétt úr sínum spilum þá á hann eftir að verða ein ef stóru stjörnunum í þessum bransa.
Verð að segja það, það er eitt neikvætt við þess mynd, en það var litla stelpa, eða strákurinn, maður var ekki alveg viss. Það virðist vera vinsælt að setja inn eitt lítið barn í þessar stórmyndir í dag. Þetta slapp, þar sem barnið sagði ekki stakt orð alla myndina en truflaði mig samt. Það var of áberandi af hverju það var sett þarna inn, til þess að maður yrði hræddur um örlög barnsins þegar að hættur steðjuðu að. En ég var meira hræddur um örlög aðalpersónanna og tók varla eftir því þegar barnið var í einhverri hættu. En þetta var bara smá neikvætt og skemmdi ekki myndina.. rétt slapp.
No comments:
Post a Comment