Saturday, September 12, 2009

Inglourious Basterds


Verð að segja það að ég hef aldrei orðið fyrir vonbrigðum með myndum frá Q. Taratino. Hann er snillingur að blanda saman skemmtilegum hversdagslegum samræðum við gróft ofbeldi. En samt með tilgangi er svo virðist. Það er auðvelt að láta menn drepa hvorn annan í kvikmynd, en ekki oft sem leikstjóri nær að víxla með samúðina á geranda og þolanda. Þá meina ég að mörkin eru ekkert alltaf skýr hver gerir rétt og rangt. En þetta er kannski all mjög djúpt,.. mér fannst myndin mjög góð. Skemmtilega uppbyggð og flott atriði. Sagan góð og leikurinn góður.

No comments: