
Í kvöld fór á að sjá myndina Amadeus. Þessi mynd er frá 1984 og sýning hennar í Háskólabíó er hluti af kvikmyndahátið Reykjvíkur (riff.is). Leikstjór myndarinnar, Milos Forman, er staddur hér á landinu og var við sýningu myndarinnar, þar sem hann svaraði nokkrum spurningum áhorfenda. Ég náði að skjóta einn spurningu sem var jafnfram síðasta spurningin.
Þessi mynd er sérstök að mörgu leiti fyrir mig persónulega. Ég hef alltaf verið mikill kvikmynda-njörður og er Amadeus hluti ef þeim pakka. Ég sá myndina fyrst í bíó þegar að hún kom út, síðan eignaðist ég mynina á VHS um ári seinna. Ég horfði mikið á þessa mynd og út af mörgum ástæðum, en einna helst var ég var heillaður af sögunni og jafnframt tónlistinni. Þessi mynd vakti áhuga minn á klassískri tónlist sem náði nú hámarki í kringum myndina og nokkrum árum seinna. Eins og áðurnefnt þá átti ég þessa mynd og horfði á hana reglulega. Í raun held ég að ég hafi horft á þessa mynd u.þ.b. einu sinni á mánuði í eitt eða tvö ár en svo eitthvað minna þegar leið á árin. Ég svona fljótt á litið á held ég að ég sé búinn að sjá þessa mynd um 30 til 40 sinnum og er það met hjá mér... og pínu skjúkt. Mér er nokkuð sama, þar sem ég læt njörðinn njóta þess. Ég verslaði mikið af LP plötum, klassískum á þessum tíma, 1986-1990, mikið af Mozart en einng önnur tónskáld eins og Beetoven, Mendelson, Verdi, Vivaldi og fleiri klassíska meistara. Þrátt fyrir þetta safn þá er og hefur Mozart alltaf verið í uppáhaldi hjá mér.
En með þessum skrifum þá vildi ég bara leggja áherslu á hvað mér þótti mikið umað fá að hitta leikstjóra myndarinnar og ná að spyrja hann eina spurningu. Hún var nú ekki svo sem merkileg. Ég spurði hann hvað honum fyndist að sjá þessa mynd núna 25 áraum seinna. Hann svaraði að hann væri mjög sáttur að fólk hefði enþá áhuga á að koma í kvikmyndhús til þess að sjá þessa gömlu mynd.
No comments:
Post a Comment