Friday, June 29, 2007

Hlaupabrettahundur


Ég var að skoða iPhone síðuna núna rétt áðan og það var verið að kynna YouTube á þeim síma. Þar sá ég nokkuð magnað, hund á hlaupabretti. Nú ég hef séð hund á hlaupabretti áður en það var eitthvað við þennan sem mig langaði að skoða nánar. Ég fór á Youtube.com síðuna og leitaði að Skateboarding dog, og fann hundinn Tyson sem hefur greinilega mjög gaman af því að nota hlaupabrettið. Nú munurinn á þessum hundi og það sem maður hefur séð aður, er að þessi hefur mjög mikla sjórn á brettinu. Hann getur greinilega stjórnað hraðanum og einnig tekið beygjur með því að halla sér til hægri eða vinstir. Ég mæli einnig með síðunni www.skateboardingbulldog.com, þar sem hægt er að skoða fleiri myndbönd með þessum svala hundi.

Monday, June 25, 2007

Silver surfer 2


Já ég fór á Rise of the Silver Surfer í gær. Ef Silver surferinn hefði ekki verði þarn í þessari mynd þá hefði ég aldrei farið á hana í bíó. Ég vilid sjá hvernig hann kæmi út á stóru tjaldi. Ég held að það sé líka annað að horfa á þessa mynd og vita ekkert um Silver Surfer eða hafa sömu nörda upplýsingar og við sem höfum lesið og skoðað mikið af hasarblöðum. Ég man greinilega eftir honum þegar að ég var að skoða þessi blöð og það var ýmislegt sem að kom ekki fram í myndinni sem hefði betur útskýrt krafta hans og sögu. Surferinn er næstum því ódrepanlegur og sennilega einn af þeim öflugasta, fyrir utan Superman. Surferinn nærist á orku og þarf enga fæðu og engan svefn og er ódauðlegur, svo lengi sem það er til orka í alheiminum. Hann getur ferðast hraðari en ljósið og getur stundum ferðast um tímann. En hann getur séð fortíðina og einnig séð fram í tímann. Hann getur lesið hugsanir og jafnvel sjórnað þeim á örðu fólki og verum. Það sem drífur Surferinn áfram er endalaus leit hans af ástkonu sinni sem hann missti fyrir löngu síðan. Hann ferðast um heima og geyma um von um að finna lausn til þess að sameinast henni aftur. Eftir að hafa losað sig frá Calactius er hann ekki háður neinum og fylgir engum nema sínum eigin leit af ástkonu sinni. En hann eftur oft aðstoðað jarðabúa þegar að hætta steðjar að.

Saturday, June 02, 2007

Leon


Enþá hefur Leon vinninginn. Ég var að horfa á myndina núna rétt fyrir nokkrum dögum og hún eldist vel. Það er eitthvað við þessa mynd sem að veldur því að hún er í svona miklu uppáhaldi hjá mér. Þegar ég sá hana fyrst þá var ég í námi í USA og fór einn á myndina einn eftirmiðdag. Ég var búinn að vera úti í um eitt ár og var enþá að koma mér fyrir í framandi landi. Mér þótti myndin stórkostleg þegar ég sá hana fyrst og þegar að myndin var tæplega hálfnum þá var það ekkert verra þegar að lagði með Björk, "Venus as a Boy" var spilað með einu atriðinu. Á þeim tíma var Björk í miklu uppáhaldi hjá mér og þarna varð einhver tenging þegar ég var að horfa á myndina. En fyrir utan allt þetta þá er þetta bara flott mynd og sagan góð. Samspil Jean Reno, sem Leon og Natalie Portman, sem Mathilda var áhrifaríkt. Gary Oldman fór vel með hlutverk lögreglunnar "tæpu", Stansfield. Einnig tókst leikstjóranum, Luc Besson, að gera New York borg með framandi og tímalausa. Fyrir utan úrelta lögreglubíla og gamla lögreglubúninga þá heldur myndin sér nokkuð vel.