
Monday, September 29, 2008
Thursday, June 19, 2008
Sent of a woman

Ég á myndina Sent Of A Woman sem að ég horfi stundum á. Þá meina ég kannski einu sinni á ári eða svo. Myndin eldist mjög vel, leikurinn frábær, sagan mögnuð og gerð myndarinnar er öll mjög góð. En það er boðskapur sögunnar sem að heillar mig mest. Hvaða leið velur þú þér til manndóms? Einnig er ein magnaðasta kvikmyndaræða í þessari mynd þegar að Al Pacino lætur skólastjórann heyra það.
Friday, April 18, 2008
Nokia 6120

Fékk mér síma í dag... Nokia 6120. Gamli síminn minn dó. Fyrst datt delete takkinn af, svo fór skjáljósið af og síðan í dag get ég ekki lengur svarað símtölum. Þannig að það var komin ágætis ástæða til þess að kaupa nýjan síma. Mig langar í iPhone simann en málið er að sá sími er aðeins of stór til þess að hafa í vasanum. Þessi er mjög nettur og er góður í noktun. Einnig er góð myndvél í símanum sem tekur góðar myndir í hárri upplausn. Myndskeiðin eru aðeins betri en í síðasta síma, en ekkert uppá marga fiska. Gott fyrir svona tækifæris skot.
Thursday, April 17, 2008
Tropa de Elite
Wednesday, March 26, 2008
10.000 BC

Ég veit ekki einu sinni hvar ég á að byrja með þessa mynd. Það var varla atriði í myndinni sem var ekki búinn að sjá í öðrum myndum. Myndin byrjaði eins og The Quest for Fire, for síðan smá inná Willow, þar næst Apocolipto fór síðan út í Stargate og endaði sem blanda af 300 og Stargate aftur... sem sagt algert bull og enginn frumleikii. Ég nenni ekki einu sinni að fara mikið í smáatriðin í þessar bull mynd. En myndin er seld sem Epic-Stórmynd, en er í rauninni bara þrjú-bíó barna ævintýramynd, ef það nær því þá.
En svo reyndi ég að ýta öllu þessu til hliðar og horfa bara á myndina og njóta þess eins og hún er, þá sleppur þetta alveg.
Friday, March 21, 2008
2010 space odyssey

Ég er að horfa á 2010 space odyssey myndina á TCM rásinni. Myndin er frá 1984 en 2001 space odyssey er frá 1968. Þessi mynd er beint framhald af fyrri myndini. Ég verð samt að segja að þessi eldist verr heldur en sú fyrri frá 1968. Sú fyrri er auðvitað meistaraverk en þessi er ekki alveg í sömu deild. En eins og svo margar myndir þá horfði ég reglulega á þessa mynd þegar að hún kom út. Fór á hana í bíó og seinna átti ég hana á VHS myndbandi og horfði á hana reglulega í nokkur ár. En það eru kannski um 10 ár síðan ég sá hana síðast og það streyma yfir mann minningar um myndina og tímann þegar maður var að horfa á þessa mynd sem mest.
Thursday, January 31, 2008
Mug shoots

Fann áhugaverðar myndir á netinu í dag. Þetta eru vettvangsmyndir og einnig myndir af grunuðum aðilum vegna ýmissa mála. Þetta eru myndir frá 1920 til 1930 og er teknar af lögreglunni í Sydney á þeim tíma. Persónurnar eru magnaðar og myndirnar einnig. Myndirnar eru teknar á vettvangi eða á lögreglustöðinni rétt eftir að handtaka fór fram.
Subscribe to:
Posts (Atom)