Sunday, October 30, 2011

Wednesday, October 26, 2011

The Thing 2011



Já fór á The Thing í gær. Ok! Þessi komst ekki með tærnar þar sem hin fyrri hefur hælana. Hún kom út árið 1982 og voru geimveru-skrýmslin dúkkur og búningar. Í þessari nýju, sem á að gerast á undan þeirri fyrri, þá er tölvutæknin mikið notuð. Verð bara að segja að þetta voru ekki bestu tölvugerðu atriðin sem ég hef séð. Það er eins og þeir (framleiðendur myndarinnar) hafi ekki fengið nægilegt fjármagn til þess að gera góðar tæknibrellur.
En svo var bara sagan mjög þunn og eiginlega algert afrit af þeirri fyrrri, nema að það var kona í aðalhlutverki... sem gerði það að verkum að mér fannst ég alltaf vera að horfa á Alien eða Alien vs Predador, sem gerðist líka á Suðurheimskautnum. Í þeirri fyrri þá lék Kurt Russell þyrluflugmann. Þeim tókst meira að segja að koma fyrir bandarískum þyrluflugmanni, sömu týpunni, í þessari. Það var fullt af göllum í handritinu og held að þessi mynd hafi næstum því fallið í B-mynda klassann.
Nei, nenni ekki að tala um þessa meira og nú er ég alvarlega að hugsa um að hætta að fara í bíó....

Wednesday, October 12, 2011

Colombiana :/



Æji! Eftir að hafa horft á um 2/3 af myndinni Colombiana þá er búið að koma allt of mörg atriði sem eru tekin beint úr myndinni, Leon. Unga 12 ára stelpan sem missir foreldra sína og vill gerast leigumorðingi. Þannig mjög greinilegt að handritshöfundur og leikstjóri eru undir miklum áhrifum frá mynd Luc Besson, Leon. Samt áhrifin of mikil að það er komið í "copy-paste" stílinn. Ég gæti rakið öll atriðin hér upp en það er ekki þess virði.
... Já og svo skín í gegn "Nikita" eftir sama leikstjóra..

Sunday, October 09, 2011

Borgríki



Það er ekki oft sem ég hlakka til að sjá íslenskar kvikmyndir, en síðustu ár þá hafa íslensku myndirnar færst uppá hærra plan. Leikurinn, myndatakan, hljóðið og umgjörðin er orðin miklu betri en það var fyrir um fimm til tíu árum. Borgríki er önnur mynd sem ég er spenntur fyrir. Get samt ekki verið alveg hlutlaus að þessu sinni þar sem ég þekki, æfi og starfa með fólki sem kom að gerð myndarinnar.