Wednesday, October 26, 2011

The Thing 2011



Já fór á The Thing í gær. Ok! Þessi komst ekki með tærnar þar sem hin fyrri hefur hælana. Hún kom út árið 1982 og voru geimveru-skrýmslin dúkkur og búningar. Í þessari nýju, sem á að gerast á undan þeirri fyrri, þá er tölvutæknin mikið notuð. Verð bara að segja að þetta voru ekki bestu tölvugerðu atriðin sem ég hef séð. Það er eins og þeir (framleiðendur myndarinnar) hafi ekki fengið nægilegt fjármagn til þess að gera góðar tæknibrellur.
En svo var bara sagan mjög þunn og eiginlega algert afrit af þeirri fyrrri, nema að það var kona í aðalhlutverki... sem gerði það að verkum að mér fannst ég alltaf vera að horfa á Alien eða Alien vs Predador, sem gerðist líka á Suðurheimskautnum. Í þeirri fyrri þá lék Kurt Russell þyrluflugmann. Þeim tókst meira að segja að koma fyrir bandarískum þyrluflugmanni, sömu týpunni, í þessari. Það var fullt af göllum í handritinu og held að þessi mynd hafi næstum því fallið í B-mynda klassann.
Nei, nenni ekki að tala um þessa meira og nú er ég alvarlega að hugsa um að hætta að fara í bíó....

No comments: