Sunday, October 09, 2011

Borgríki



Það er ekki oft sem ég hlakka til að sjá íslenskar kvikmyndir, en síðustu ár þá hafa íslensku myndirnar færst uppá hærra plan. Leikurinn, myndatakan, hljóðið og umgjörðin er orðin miklu betri en það var fyrir um fimm til tíu árum. Borgríki er önnur mynd sem ég er spenntur fyrir. Get samt ekki verið alveg hlutlaus að þessu sinni þar sem ég þekki, æfi og starfa með fólki sem kom að gerð myndarinnar.

No comments: