Saturday, June 18, 2011

Priest


Eftir svona myndir þá lítið hægt að segja. Alien-dusk til dawn-vampíru-framtíðar-vestri, með ofur prestum að berjast við ofur vampírur. Þetta ætti að segja allt um myndina. En alltaf ótrúlegt þegar að handritshöfundar og leikstjórar fara niður á það plan að setja saman sína mynd úr sjö öðrum myndum og hugmyndum. En alltaf jafn hissa að sjá stórleikara og stórar aukaleikarstjörnur í svona myndum. Samt er alltaf gott að horfa á svona myndir. Skemmtilega hallærislegar og þá kann maður bara að meta betur það sem gott er.

Monday, June 13, 2011

The Adjustment Bureau


Rómantískur vísindaþryller... Já held að það sé besta lýsingin á þessari mynd. Mat Damon klikkar ekki í myndum sem hann er í þessa dagana og svo var bara myndin flott gerð. Sagan ekkert of frumleg, svona sambland City of Angels og The Matrix með dash af The Box. En klassísk saga um þar sem ástin sigrar all, jafnvel hið mikla plan...! Ágætis afþreying.

Sunday, June 05, 2011

X-Men, First class


Jæja fór á fjórðu X-men myndina í kvöld. Ætlaði að njóta þess að fara á þessa mynd og fór í luxus sal. Það var gert með það í huga að fá gott sæti og næði til þess að horfa á myndina. En til að gera langa sögu stutta þá varð ég að færa mig eftir hlé, þar sem lyktin af unga manninum, við hliðina á mér, var nærri óbærileg. Þetta hefur komið fyrir áður, en ekki í luxus sal. Fyrir utan þennan óþef þá var myndin nokkuð góð. En Wolferine hefur alltaf öfluga nærveru sem vantaði í þessa mynd.

Friday, June 03, 2011

Kringluráparinn...

Þeir eru nokkuð áberandi, þessir Kringluráparar. Þeir eru þarna en hafa engan áhuga að vera í verslunarmiðstöð innan um allt þetta fólk og allar þessar búðir. Þeir eru þarna af því að konan þeirra, dóttir eða jafnvel móðir hafa fengið þá með sér í "verslunarferð".. eða jafnvel með þeim öllum. "Þurfum aðeins að koma við í Kringlunni"... sem endar svo með tveggja tíma rápi um verslunarmiðstöð sem þeir hafa engan áhuga á að vera. En þeir skynsömu slíta sig lausa frá hjörðinni, og segjast ætla aðeins að skoða smá í veiðibúðinni, eða sjónvarpsbúðinni. En svo rápa þeir bara um verslunarmiðstöðina í leit að engu en stökkva svo til þegar þeir fá hringinguna um að nú sé brottför. Það sem þeir eiga sameiginlegt er vonleysis svipurinn sem hér hefur verið teiknaður!