Friday, June 03, 2011

Kringluráparinn...

Þeir eru nokkuð áberandi, þessir Kringluráparar. Þeir eru þarna en hafa engan áhuga að vera í verslunarmiðstöð innan um allt þetta fólk og allar þessar búðir. Þeir eru þarna af því að konan þeirra, dóttir eða jafnvel móðir hafa fengið þá með sér í "verslunarferð".. eða jafnvel með þeim öllum. "Þurfum aðeins að koma við í Kringlunni"... sem endar svo með tveggja tíma rápi um verslunarmiðstöð sem þeir hafa engan áhuga á að vera. En þeir skynsömu slíta sig lausa frá hjörðinni, og segjast ætla aðeins að skoða smá í veiðibúðinni, eða sjónvarpsbúðinni. En svo rápa þeir bara um verslunarmiðstöðina í leit að engu en stökkva svo til þegar þeir fá hringinguna um að nú sé brottför. Það sem þeir eiga sameiginlegt er vonleysis svipurinn sem hér hefur verið teiknaður!

No comments: