
Jæja fór á fjórðu X-men myndina í kvöld. Ætlaði að njóta þess að fara á þessa mynd og fór í luxus sal. Það var gert með það í huga að fá gott sæti og næði til þess að horfa á myndina. En til að gera langa sögu stutta þá varð ég að færa mig eftir hlé, þar sem lyktin af unga manninum, við hliðina á mér, var nærri óbærileg. Þetta hefur komið fyrir áður, en ekki í luxus sal. Fyrir utan þennan óþef þá var myndin nokkuð góð. En Wolferine hefur alltaf öfluga nærveru sem vantaði í þessa mynd.
No comments:
Post a Comment