Thursday, November 23, 2006

900 kr i bio

Nú kostar orðið kr.900 á eina bíó sýningu í kvikmyndahúsunum. Ég held að það verði til þess að maður fari að hætta að fara í bíó, nema það sé eitthvað alveg sérstakt. En það er margt sem að angrar mig þegar ég fer orðið í bíó. Fyrir utan verðið þá er það nokkur atriði; gamalt popp-korn, goslaust gos, og dýrt gos í sjálfsalanum, textinn á tjaldinu, gsm símar í salnum, háværir áhorfendur og mjög oft plássleysi. Þetta eru hlutir sem maður þarf ekki að hafa áhyggjur heima hjá sér í stofunni.

Sunday, November 05, 2006

Thelma Herzl


Ég var að horfa á sjálfstætt fólk á stöð 2 núna rétt áðan og þar kom fyrir setning sem að mér þykir alltaf sérstök. En það var "lifðu hverjum degi eins og hann sé sá síðasti...". Svo kom eitthvað meira eftir en ég var hættur að hlusta. Ársæll var að tala við Thelmu Herzl sem að segir að þetta sé hennar lífs mottó. Ég veit ekki, en kannski hugsar maður á þennan máta þegar maður hefur náðu vissu þroska stigi, en ef ég myndi lifa hverjum degi eins og hann væri sá síðasti þá gengi dæmið ekki alveg upp. Ég held að maður þurfi að vera annað hvort mjög vel efnaður eða kominn á vissan aldur til þess að geta hugsað á þennan máta. Það mætti í rauninni umorða þetta aðeins betur; lífið er stutt, njóttu þess á meðan þú getur. Það þýðir samt ekki að hætta að vinna og sinna sínum verkum í þessu líf. Ef allir myndu gera það sem þeim sýnist þá værum við í vondum málum. Ég veit að hún meinti ekki með þessu að maður ætti að gera hvað sem er, hvenær sem er. En það er bara svo margir í þessum heimi sem þurfa að lifa hverjum degi eins og hann sé sá síðasti, og þá á ég ekki við til að njóta þess heldur til þess að lifa af. Heldur þeir sem vita ekki hvenær næsta máltíð kemur eða hvar þeir munu sofa í nótt. Aðeins þeir sem hafa lifað í vernduðum heimi geta sagt þetta hugsunarlaust.

Tuesday, October 10, 2006

300


Núna næsta mars er að koma út kvikmyndin 300. Þetta er mynd sem er gerð eftir teiknimyndasögunni 300 erftir Frank Miller. Sagan fjallar um 300 hermenn frá Spörtu-ríki sem berjast við mikinn her Persa. Þessi mikla orusta varð til þess að Grikkir sameinuðust í eitt ríki. Nú! Það er ekki oft sem ég hlakka til þess að fara í bíó þessa dagana, en þetta er mynd sem verður örugglega eitt af þessum myndum sem maður verður að sjá á stóru tjáldi. Ég sá "trailerinn" um daginn og ég var mjög hrifinn af því sem ég sá. Ég var búinn að sjá einhvern "trailer" um gerð myndarinnar og bjóst ég ekki við miklu, en svo sá ég þetta brot úr myndinni sjálfri. Ég held að stíllin á þessari mynd sé mjög í anda teiknimyndasögunnar. Sagan er mjög ofbeldisfull og stórar bardagasenur. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta kemur svo allt út á hvíta tjaldinu. Sem teiknimyndasögu nörd þá bíð ég spenntur.

Friday, August 04, 2006

Superman Returns

Jæja þá fór ég á Superman Retruns um daginn og hún var bara nokkuð góð. Þar sem maður var að safna hasarblöðunum hér áður fyrr þá beið ég spenntur eftir því að sjá þessa nýju mynd. Gömlu myndirnar með Christopher Reeve voru mjög góðar á sýnum tíma og þessi nýja mynd er í anda þeirra gömlu. Þetta var flott gerð mynd og Brandon Routh skilaði vel af sér hlutverkinu sem Clark Kent og Superman sjálfan.
Til gaman þá sótti ég mynd af gamla og nýja Sperman til þess að bera þá saman. Þetta er náttúrulega nördið í mér að pæla eitthvað í þessu.

Saturday, July 29, 2006

Top 10 kvikmyndir


Þetta eru top 10 listinn yfir þá kvikmyndir sem ég hef séð. Að vísu er þessi listi mjög breytilegur en stundum koma inn nýjar myndir en detta svo aftur út eftir því sem þær eldast, því jú! þær eldast nú mis vel. Eins og er þá er LEON í fyrsta sæti en LOTR myndirnar eru þétt á eftir. Stundum hef ég hugsað um að setja þær allar saman, en þetta eru þjár myndir sem voru notaðar til þess að segja eina sögu.

1.Leon (1994)
2.LOTR (The Fellowship of the Ring)
3. The Two Towers
4. Retrun of the King
5. American Baeuty (2000)

6.Seven (1995)
7.Saving Private Ryan (1998)
8.The Shawshank Redemtion (1995)
9.Unbreakable (2000)
10.King Kong (2005)

Síðan er þetta restin af listanum frá 11 til 25 sem er einnig mjög breytilegur.

11.The Matrix (1999)
12.Snatch (2000)
13.Fight Club (1999)
14.Terminator 2 (1991)
15.Schindlers List (1993)
16.Forrest Gump (1994)
17.The Shining (1980)
18.Delicatessen (1992)
19.Nikita (1990)

20.The Good, the Bad and the Ugly (1966)
21.The Incredibles (2004)
22.Stand by Me (1986)
23.Pulb fiction (1994)
24.One flew over the Cuckoos´s nest (1975)
25.Blade Runner (1982)

26. Superman Returns

27.The Sixth Sence (1999)
28.Raiders of the lost Ark (1981)
29.2001: A Space Odyssey (1968)
30. The Fith Element

Tuesday, July 18, 2006

The Break Up


Við fórum á myndina "The Break up" um helgina og ég verð að segja að boðskapurinn var mjög góður. Sagan var skemmtileg og samspil þeirra var mjög gott. Það er oft mjög holt að sjá svona myndir. Hægt að fara yfir hvað maður þarf að laga og hvar maður er "stundum" að standa sig.

http://www.thebreakupmovie.net/

Tuesday, April 25, 2006

King Kong


Ég er nýlega búinn að eignast DVD diskinn með King Kong. Þá nýjustu mynd Peter Jackson sem kom út í fyrra. Ég verð að segja að í þeirri mynd er eitt það magnaðast "bardagaatriði" sem ég hef séð. Þar sem að King Kong er að slást við þrjár T-rex risaeðlur og einnig að verja stúlkuna. Þetta er vel hannað atriði. Hreyfingar dýranna, atburðarrásin og krafturinn er allt mjög vel útfært.

Sunday, April 23, 2006

Veður


Jæja, sumardagurinn fyrst, svo gott veður og núna snjór..hummmm. Annars er þetta allt í lagi þar sem að þetta stoppar ekki lengi við. Þessi snjór mun bráðna eins og hinn snjórinn sem kom á undan þessum. Þetta er frosið vatn og þegar að hitnar þá þiðnar þetta frosna vatn og síðan gufar vatnið upp við enn meiri hita. Þannig að á mánudaginn þá mun allt vera komið í sama horf á fyrir daginn í dag. Blautt en snjólaust og síðan á þriðjudaginn verður að mestu orðið þurrt aftur. Klukkan er núna 05:56am (eins og kaninn segir) og það heldur áfram að snjóa þótt að ég sé búinn að hóta snjóleysi.

Thursday, March 23, 2006

Skyrtukaup


Ég fór í Herragarðinn í dag og ætlaði að kaupa skyrtu. Það er nú ekkert merkilegt við það og svo spurði afgreiðslumaðurinn hvaða stærð ég þyrfti. Ég sagði honum að ég þyrfti extra long ermar og væri með í hálsmál 43 til 44... "Nei, nei, nei", sagði afgreiðslumaðurinn og tók upp málbandið og vafði um hálsinn á mér. "Sko" sagði hann, "...þú þarft ekki nema 41 til 42 í mesta lagi". Ég sagði við hann að ég notaði skyrtu sem vari með 44 í hálsmál í vinnunni. "Nei, nei" sagði hann aftur og tók aftur upp málbandið, " þú ert ekki með nema um 41..." Ég sagði þá við hann hvort að ég gæti fengið á máta skyrtu sem væri með hálsmál 44. Afgreiðslumaður nr.2 kom með skyrtu sem var með 44 í hálsmál... og viti menn hún passaði. Þá gat ég nú ekki annað en sagði við þá, "ég var búinn að segja ykkur þetta."

Þannig að ég keypti þessa skyrtu, extra long ermar og hálsmál 44. Afgreiðslumaður nr.02 sagði að þessi myndi passa mér þar sem að ermarnar væri nægilega stórar á mig... Ég veit það núna og hefði átt að vita betur og mátað skyrtuna á staðnum. Því að þegar og kom heim og mátaði þá var hún of erma-stutt. Þanngi að þetta endaði þannig skyrtunni var skilað aftur.

Stundum getur fólk verið erfitt.