Wednesday, October 24, 2007

The Kingdom


Það er nokkuð síðan að ég bloggaði á þessa blessuðu blogg síðu sem að mikill fjöldi fólks fer inná og skoðar... En síðasta mynd sem ég sá í bíó var myndin The Kingdom. Ég bjóst ekki við miklu eins og ég er farinn að gera með myndir þessa dagana, en hún var bara nokkuð góð. Alltaf gaman að sjá vel hannaða upphafsstafi, sérstaklega þegar það er í formi stuttmyndar, sem að leiðir mann inn í bakgrunn myndarinnar. Dæmi um svoleiðs er Seven, Catch me if you Can o.fl.
En myndin var annars ágætis afþreyging og gott betur. Það sem að stóð uppúr hjá mer var leikur Ashraf Barhom sem Colonel Faris Al Ghazi. Han leikur var mjög góður og það kom fyrir að ég beið eftir að sjá hvað hann myndi gera næst. Mér þótti leikur hans skyggja oft á bandarísku mótleikara hans. Sem sagt nokkuð góð og nokkuð sáttur.

Sunday, September 16, 2007

Uppfærður Topp 50 listinn


Eftir að hafa skoðað Children of Men núna í gær á DVD þá verð ég að setja hana á Topp listann. Það er margt í þessari mynd sem að hún verðskuldar þann titil og fer í 30.sæti. Heildarútlit myndarinnar er einstakt. Það er öflugur heildarsvipur sem að er gegnum gangandi alla myndina. Eins og t.d. Bound, American Beauty og Traffic. Það er áberandi stíll yfir þessum myndum sem að gerir þær svo áhugaverðar.
Á flest öllum kvikmyndalistim, oftast þá Bandarískum, þá er Citizen Kane vera talin besta mynd allra tíma. Ég man eftir að hafa tekið hana á leigu fyrir um 10 árum og mér þótti ekki mikið varið í hana þá. En svo þegar að maður fer að hugsa um allar þær myndir sem hafa komið í kjölfari, þá sér maður hvar leikstjórarnir fá innblástur sinn. En ég mun fjalla um þá mynd í annari færslu.
Þannig heldur leitin áfram af 100 bestu myndunum.

1.Leon (1994)
2.LOTR (The Fellowship of the Ring)
3. The Two Towers
4. Retrun of the King
5. American Baeuty (2000)

6.Seven (1995)
7.Saving Private Ryan (1998)
8.The Shawshank Redemtion (1995)
9.Unbreakable (2000)
10.Cast Away (2000)

Síðan er þetta restin af listanum frá 11 til 25 sem er einnig mjög breytilegur.

11.The Matrix (1999)
12.Snatch (2000)
13.Fight Club (1999)
14.Terminator 2 (1991)
15.Schindlers List (1993)
16.Forrest Gump (1994)
17.The Shining (1980)
18.Delicatessen (1992)
19.Nikita (1990)

20.The Good, the Bad and the Ugly (1966)
21.The Incredibles (2004)
22.Stand by Me (1986)
23.Pulb fiction (1994)
24.One flew over the Cuckoos´s nest (1975)
25.Blade Runner (1982)

26. Superman Returns
27.The Sixth Sence (1999)
28.Raiders of the lost Ark (1981)
29.2001: A Space Odyssey (1968)

30.Children of Men (2006)
31.Bound (1996)
32. As good as it Gets (1997)
33. Goodwill Hunting (1997)
34. Payback (1999)
35. Papillion (1973)
36. Marathon Man (1976)
37. The Thing (1982)
38. The Exorsist (1973)
39. The Omen (1976)
40. Green Mile (1999)

41. Gross Point Blank (1997)
42. Very bad Things (1998)
43. The Truman show (1998)
44. The Bourne identity (2002)
45. The Bourne supermecy (2004)
46. The Bourne ultimatum (2007)
47. King Kong (2005)
48. The Fith Eelement (1997)
49. Alien (1979)
50. Star Wars (1978)

51. Pretador (1987)

Tuesday, September 11, 2007

Blistur

Ekki vera flauta jólalög í september.

Monday, September 10, 2007

IronMan


Alltaf ánægjulegt þegar að kvikmyndir eru á leðinni um eitthvað af hasarblaða köllunum. Núna er Iron Man að koma á hvíta tjaldið. Það sem mér þótti alltaf flott við Iron Man, er að þetta er venjulegur maður, eða kannski ekki venjulegur, en hann hefur enga sérstaka super krafta. Annað en það að vera súper gáfaður, snillingur í að hanna og búa til vopn. Hann notar þessa snilligáfu sína við að hanna brynju á sig sem getur næstu því allt og er nærri því óbrjótanleg... og getur einnig flogið. Hann er í rauninni tengdur brynju sinni sem gerir hann enn öflugri en ella.

Thursday, September 06, 2007

Kvörtun


Þeir sem kvarta mest, gera minnst.

Wednesday, August 29, 2007

Bourne Ulitimatum


Bourne Identity og Supermacy voru nokkuð góðar. Fyrsta myndin kom mér verulega á óvart og var fersk og spennandi á sínum tíma. Seinni myndin var ágæt og þessi þriðja og nýjasta er ekki síðri. Sagan er nokkuð fyrirsjáanleg en manni er haldið í góðri spennu um 80% af myndinni. Vel útfærð bardagaatriði og eltingaleikir. Ég er alltaf sáttur þegar maður nær að spennast vel upp við að horfa á kvikmynd. Það gerðist nokkrum sinnum í þessari mynd.

Saturday, August 25, 2007

Master Chief Carl Brashear, Men of Honor.


Ég var að horfa á myndina "Men of Honor (2000)" sem var verið að sýna á stöð 2 í kvöld. Eftir myndina varð ég forvitinn um sögu Master Chief Carl Brashear, sem myndin fjallar um. Ég fór á netið og sló inn nafninu Carl Breashear og þá fann ég síðuna Pilotonline.com, þar sem að var frétt um að Master Chief Carl Brashear hafi dáið í dag 25.ágúst, 75 ára að aldri. Jú auðvitað er þetta tilviljun en fékk mig aðeins til að hugsa nánar um þessa sögu og að hún er í raun sönn. Myndin sem fylgir þessum pistli er af Cuba Gooding Jr. sem leikur Carl Breashear og mynd af honum sjálfum við köfun og sem eldri maður.

Tuesday, August 21, 2007

Perfume


Það er nokkuð síðan ég hef verið að bulla hér á þessu bloggi hér um myndir og annað. En það er útaf því að það er ekkert til þess að tala um. Fyrr en núna! Ég tók myndina Perfume á leigu í gær og hún var ferskur blær innan um allt það DVD rusl sem er í gangi þessa dagana. Sagan var frumleg og myndin góð. Perfume fjallar um strák sem hefur yfirnáttúrulegt lyktarskyn. En þar sem að heimur hans er lykt og ilmur, þá raunveruleikaskyn hans ekki eins og hjá okkur hinum sem hefur slæmar afleiðingar í för með. Það er alltaf greinilegt þegar maður er að horfa á evrópska mynd eða Hollywood myndir. Þetta var ekki hin dæmigerða Hollywood mynd og er alltaf gott að sjá að menn eru enþá að framleiða góðar kvikmyndir.

Wednesday, July 11, 2007

Transformers


Ég fór á forsýningu á Transformers síðustu viku... og ég verð bara að segja að hún kom mér verulega á óvart. Ég var búinn að heyra af þessar mynd snemma á þessu ári og ég bjóst við að þetta yrði algert bull og vitleysa. Hvort tveggja var satt, þetta var bull og vitleysa en mjög vel gerð. Þetta var þessi blanda, myndir sem ég kalla "Allt-fer-til-helvítis-á-jörðinni-en-reddast-svo-mynd". Eins og myndirnar Indipendence Day, War of the Worlds, Godzilla o.fl.
Það var ánægjulegt að að fá að horfa á mynd, textalausa. Við félagarnir sáum nokkuð framalega og gátum notið myndarinnar mjög vel. Grín, hraði og spenna, allt atriði sem fylgja góðri skemmtun. Ég var orðinn aðeins og gamall til þess að leika mér með Transformers dótið og fylgjast með þáttunum. En það truflaði mig ekki og ég keypti alveg þessi stóru vélmenni sem breyttur sér í ýmis faratæki og til baka. Þeir góðu voru ýmsar bifreiðar og þeir vondu voru ýmsikonar hernaðartæki og flugvélar. En maður þarf algjörlega að taka þessar mynd eins og hún er ef maður ætlar að njóta hennar. En annars er þetta mjög mikil stráka og nörda mynd. Til dæmi um þess, af 500 bíógestum á sýningunni á taldi ég þrjár eða fjórar stúlkur í salnum.... sem voru sennilega dregnar á þessa mynd af kærasta sínum.

Sunday, July 01, 2007

Hannibal Rising


Hannibal Rising... ok. Myndin er sæmileg, eða nokkuð góð. En miða við fyrstu myndina þá er ekki hægt að endurskapa þann viðbjóð og spennu sem að áhorfendur urðu fyrir á þeirri sýningu. Fyrst kom Silence of the Lambs (1990) svo kom Hannibal (2001), Red Dragon (2002) (sem er í rauninni endurgerð myndarinnar Manhunter frá 1986) og núna þessi Hannibal Rising (2007). Það sem að allar þessar myndir eiga sameiginlegt er að loka atriði myndanna á að vera eitthvað hryllilegt til þess að sýna hverssu mikið ómenni Hannibal Lecter er. Útlit Hannibal Rising var í sama stíl og hinar. Dökkar yfirlitum, sviðsmyndin og myndataka flott. Það var áhugavert að sjá hvaðan Hannibal kemur of af hverju hann varð svona. Mér þótti hin ungi Hannibal, sem er leikin af ungum frönskum leikara Gaspard Ulliel, standa sig vel í þessu hlutverki. Hann náði vel að sýna einbeitingu og geðveiki Lecters mjög vel. En stundum fannst mér eins og það væri að vera gera Hannibal af einhverskonar ofurhetju sem að hefnir dauða systur sinnar á mönnum, með mikilli snild og miklu ofbeldi. Maður hefur enga samúð með fórnalömbum hans og vill að öll hans illvirki gangi upp. En til þess er örugglega leikurinn gerður.

Friday, June 29, 2007

Hlaupabrettahundur


Ég var að skoða iPhone síðuna núna rétt áðan og það var verið að kynna YouTube á þeim síma. Þar sá ég nokkuð magnað, hund á hlaupabretti. Nú ég hef séð hund á hlaupabretti áður en það var eitthvað við þennan sem mig langaði að skoða nánar. Ég fór á Youtube.com síðuna og leitaði að Skateboarding dog, og fann hundinn Tyson sem hefur greinilega mjög gaman af því að nota hlaupabrettið. Nú munurinn á þessum hundi og það sem maður hefur séð aður, er að þessi hefur mjög mikla sjórn á brettinu. Hann getur greinilega stjórnað hraðanum og einnig tekið beygjur með því að halla sér til hægri eða vinstir. Ég mæli einnig með síðunni www.skateboardingbulldog.com, þar sem hægt er að skoða fleiri myndbönd með þessum svala hundi.

Monday, June 25, 2007

Silver surfer 2


Já ég fór á Rise of the Silver Surfer í gær. Ef Silver surferinn hefði ekki verði þarn í þessari mynd þá hefði ég aldrei farið á hana í bíó. Ég vilid sjá hvernig hann kæmi út á stóru tjaldi. Ég held að það sé líka annað að horfa á þessa mynd og vita ekkert um Silver Surfer eða hafa sömu nörda upplýsingar og við sem höfum lesið og skoðað mikið af hasarblöðum. Ég man greinilega eftir honum þegar að ég var að skoða þessi blöð og það var ýmislegt sem að kom ekki fram í myndinni sem hefði betur útskýrt krafta hans og sögu. Surferinn er næstum því ódrepanlegur og sennilega einn af þeim öflugasta, fyrir utan Superman. Surferinn nærist á orku og þarf enga fæðu og engan svefn og er ódauðlegur, svo lengi sem það er til orka í alheiminum. Hann getur ferðast hraðari en ljósið og getur stundum ferðast um tímann. En hann getur séð fortíðina og einnig séð fram í tímann. Hann getur lesið hugsanir og jafnvel sjórnað þeim á örðu fólki og verum. Það sem drífur Surferinn áfram er endalaus leit hans af ástkonu sinni sem hann missti fyrir löngu síðan. Hann ferðast um heima og geyma um von um að finna lausn til þess að sameinast henni aftur. Eftir að hafa losað sig frá Calactius er hann ekki háður neinum og fylgir engum nema sínum eigin leit af ástkonu sinni. En hann eftur oft aðstoðað jarðabúa þegar að hætta steðjar að.

Saturday, June 02, 2007

Leon


Enþá hefur Leon vinninginn. Ég var að horfa á myndina núna rétt fyrir nokkrum dögum og hún eldist vel. Það er eitthvað við þessa mynd sem að veldur því að hún er í svona miklu uppáhaldi hjá mér. Þegar ég sá hana fyrst þá var ég í námi í USA og fór einn á myndina einn eftirmiðdag. Ég var búinn að vera úti í um eitt ár og var enþá að koma mér fyrir í framandi landi. Mér þótti myndin stórkostleg þegar ég sá hana fyrst og þegar að myndin var tæplega hálfnum þá var það ekkert verra þegar að lagði með Björk, "Venus as a Boy" var spilað með einu atriðinu. Á þeim tíma var Björk í miklu uppáhaldi hjá mér og þarna varð einhver tenging þegar ég var að horfa á myndina. En fyrir utan allt þetta þá er þetta bara flott mynd og sagan góð. Samspil Jean Reno, sem Leon og Natalie Portman, sem Mathilda var áhrifaríkt. Gary Oldman fór vel með hlutverk lögreglunnar "tæpu", Stansfield. Einnig tókst leikstjóranum, Luc Besson, að gera New York borg með framandi og tímalausa. Fyrir utan úrelta lögreglubíla og gamla lögreglubúninga þá heldur myndin sér nokkuð vel.

Sunday, April 29, 2007

Stranger Than Fiction


Ég held bara áfram að bulla eitthvað um eitthvað af þeim kvikmyndum sem ég hef verið að horfa á undanfarið. Ég sá myndina "Stranger Than Fiction" með Wil Farrell í aðalhlutverki. Þetta var mynd sem að beygjir aðeins raunveruleikan. Þetta er um mann sem að er persóna í bók sem að rithöfundur er að skrifa og hann heyrir allt það sem að rithöfundur er að segja um hann. Ég hef alltaf gaman af svona myndum sem að eru ekki alveg raunverulegar en samt ekki alger vísindaskáldsaga. Það var mikið af svona myndum á áttunda áratugnum þar sem að skilin á milli raunveruleika og óraunveruleika voru ekki alltaf skír. Eins og myndir Woody Allen og t.d. eins og myndin "Sloughterhouse 5". Ég hef tekið eftir því að að eru að koma fleiri svona myndir aftur, eins og "Eternal Sunshine of a Spotless mind", sem að eiga við hið útrúlega án þess að útskýra það eitthvað með geimverum, draugum eða draumum.
Þessi mynd, Stranger Than Fiction, var mjög góð og var fersk og frumleg. Fyrstu mínútur myndarinnar voru mjög grafískar þar sem að bætt var inn í hreyfimyndina grafísk atriði sem voru notuð til þess að útskýra nánar það sem að sögumaðurinn var að segja. Will Farrel er alltaf góður. Hann er stundum mjög ýktur en í þessari mynd notaði hann rólegri aðferð til þess túlka þennan skatt-mann sem að lifið mjög öruggu lífi, þangað til að flæktist inn í sína eigin sögu.

Monday, April 16, 2007

Sunshine


Fór að Sunshine núna um daginn. Þetta var nokkuð veginn alveg eins mynd og ég bjóst við. Flott gerð, flottar senur, flottar tæknibrellur og ágætis leikur hjá leikurum myndarinnar. Þar sem að maður hefur séð nokkrar framúrstefnu myndir um ævina þá var þetta samblanda af 2001 Space Odessy og Event Horizon, með smá Amerceddon heimsbjörgun ívafi. En maður á ekki alltaf á láta svoleiðs hluti angar sig og njóta þess að skoða þá mynd sem horft er á. Leikstjórinn er sá sami og gerði Trainspotting og 28 days later og gat maður séð handbragð hans og stíl greinilega í mörgum senum myndarinnar. Hann er oft með frumlega myndatöku og skemmtileg sjónarhorn. Þetta var allt fullnýtt í þessari og var árangurinn nokkuð góður. Þetta var 7.0 mynd í þessum flokki fyrir bíó nörd eins og mig.

Friday, April 06, 2007

Myndin 300



Jæja þá sá maður loksins þessa blessuðu mynd. Ég vissi það að þetta yrði eitthvað gott þegar ég sá fyrsta "trailerinn" síðasta haust. Frank Miller er afbragðs myndasögumaður og síðan voru þeir búnir að gera myndina Sin City eftir sögu F. Miller. Myndin 300 var stórkostlegt, sérstaklega fyrir hasarblaða- og bíódellunörd. Flottar senur, tónlistin passaði vel við myndina... sannkallaður konfektmoli. Brellurnar, bæði tæknilegar og gerfin voru vel gerð. Nú er bara að bíða eftir DVD disknum og vonandi verður nóg af aukaefni.

Friday, March 16, 2007

Mat

"Your actions speak so loud that I cant hear what you say".

Wednesday, March 07, 2007

Sniperinn

Green Alien


Þetta er líka skyssa frá eitthvað af stílabókunum frá 2004. Það er svo sem engin hugsun á bakvið þessa mynd. Ég fann slatta af skyssum í stílabókum og ljósritum sem að ég var að skanna um daginn. Búinn að henda bókunum en skyssurnar eru núna til í tölvutæku formi og búið að gera öryggsafrit af þeim öllum.

Tuesday, March 06, 2007

Ron Mueck


Ég lærði nýtt nafn í dag... Ron Mueck. Þetta er höggmyndlistamaður, ef maður getur kallað hann það. Hann er fæddur í Ástralíu en býr til sín verk í London. Ron vann sem höggmyndasmiður við kvikmyndir og sjónvarp áður en hann fór að skapa sína eigin list. Ég var einhverntímann búinn að sjá mynd eftir hann en hélt að þetta væri bara ein stytta, en þessi Mueck er búinn að gera nokkrar magnaður styttur. Það er áhugavert hvað hann er að gera með líkamann, þessi sérstaka stækkun og einnig minnkun á mannslíkamanum. Þær eru mjög raunverulegar og ég hled að það væri flott að sjá þessar styttur með berum augum.

Skyssa 2 i stilabok


Þetta er lítil skyssa sem ég fann í stílabók frá 2004.

Skyssa 1


Gömul skyssa frá 2004.

Sunday, March 04, 2007

Teljari


Ég var að setja inn teljara á síðuna. Þetta er bara til þess að minna mig á hvenær ég setti inn teljarann.

Monday, February 26, 2007

Dexter


Þá er enn einn þátturinn búinn að bætast við. Það er mikið úrval af góðum þáttum og mér finnst Dexter einn af þeim bestu sem eru í gangi þessa dagana. Þátturinn er skemmtilega uppbyggður, söguþráðurinn áhugaverður, samtölin góð og myndatakan flott. CSI meets Heros, en það eru einnig góðir þættir. Michael C. Hall sem leikur Dexter fer með afburðar góðan leik sem raðmorðingja í dulagerfi blóðsérfræðings. Ég sá eftir þáttunum "Six feet Under", þannig að ég er ánægður að sjá Hall aftur á skjánum.
Ég veit... ég er sjónvarps-skjúklingur og sjónvarpsþættir og kvikmyndir er mín fíkn.

Sunday, February 25, 2007

The Bicentannial man


Ég fann þess mynd á netinu um daginn. Þetta er upprunalega bókakápan sem var hönnuð fyrir bókina.

Tuesday, January 23, 2007

Apocalypto


Apocalypto var bara nokkuð góð. Sá hana núna í vikunni og þetta var nokkuð mögnuð mynd. Ef þessi túlkun á sögu Mayana er eitthvað nærri lagi, þá er það kannski ekki skrítið þótt að menning þeirra hafi liðið undir lok. Eins og gömul málverk Mayana sýna, þá voru mannfórnir stundaðar og jafnvel mannát. Í myndinni eru nokkrar senur sem maður hefur ekki séð áður í kvikmyndum og ég held að það hafi ekki verið gerð kvikmynd um þessa atburði í sögu Mayana. Tungumál Maya var notað í myndinni og er að áhrifarík í sögu myndarinnar. Búningar og gervin í myndinni voru mjög góð og hafa hönnuðir myndarinnar farið vel eftir þeim heimildum sem til eru um útlit Mayana.