
Monday, December 05, 2011
Í bið eftir góðri mynd

Ég er bæði búinn að fara á myndir og leigja myndir, en ekkert. Held bara áfram að bíða eftir góðri mynd. Norska myndin Hausaveiðarinn, var ágætt en mér finnst þær of fáar og of langt á milli mynda sem eru virkilega góðar. Jú,jú, sumar er ágætis afþreying, eins og nýjasta Twilight, sem ég fór á um daginn. Alger sápa, en fékk nákvæmlega það sem ég bjóst við að sjá. Þannig eingin vonbrygði en heldur ekkert sem skilur mikið eftir.
Sunday, October 30, 2011
Wednesday, October 26, 2011
The Thing 2011

Já fór á The Thing í gær. Ok! Þessi komst ekki með tærnar þar sem hin fyrri hefur hælana. Hún kom út árið 1982 og voru geimveru-skrýmslin dúkkur og búningar. Í þessari nýju, sem á að gerast á undan þeirri fyrri, þá er tölvutæknin mikið notuð. Verð bara að segja að þetta voru ekki bestu tölvugerðu atriðin sem ég hef séð. Það er eins og þeir (framleiðendur myndarinnar) hafi ekki fengið nægilegt fjármagn til þess að gera góðar tæknibrellur.
En svo var bara sagan mjög þunn og eiginlega algert afrit af þeirri fyrrri, nema að það var kona í aðalhlutverki... sem gerði það að verkum að mér fannst ég alltaf vera að horfa á Alien eða Alien vs Predador, sem gerðist líka á Suðurheimskautnum. Í þeirri fyrri þá lék Kurt Russell þyrluflugmann. Þeim tókst meira að segja að koma fyrir bandarískum þyrluflugmanni, sömu týpunni, í þessari. Það var fullt af göllum í handritinu og held að þessi mynd hafi næstum því fallið í B-mynda klassann.
Nei, nenni ekki að tala um þessa meira og nú er ég alvarlega að hugsa um að hætta að fara í bíó....
Wednesday, October 12, 2011
Colombiana :/

Æji! Eftir að hafa horft á um 2/3 af myndinni Colombiana þá er búið að koma allt of mörg atriði sem eru tekin beint úr myndinni, Leon. Unga 12 ára stelpan sem missir foreldra sína og vill gerast leigumorðingi. Þannig mjög greinilegt að handritshöfundur og leikstjóri eru undir miklum áhrifum frá mynd Luc Besson, Leon. Samt áhrifin of mikil að það er komið í "copy-paste" stílinn. Ég gæti rakið öll atriðin hér upp en það er ekki þess virði.
... Já og svo skín í gegn "Nikita" eftir sama leikstjóra..
Sunday, October 09, 2011
Borgríki

Það er ekki oft sem ég hlakka til að sjá íslenskar kvikmyndir, en síðustu ár þá hafa íslensku myndirnar færst uppá hærra plan. Leikurinn, myndatakan, hljóðið og umgjörðin er orðin miklu betri en það var fyrir um fimm til tíu árum. Borgríki er önnur mynd sem ég er spenntur fyrir. Get samt ekki verið alveg hlutlaus að þessu sinni þar sem ég þekki, æfi og starfa með fólki sem kom að gerð myndarinnar.
Monday, September 26, 2011
Sunday, August 28, 2011
Saturday, August 27, 2011
90´s eða tíundi áratugurinn...?

Ég hef ákveðið að hætta að segja níundi áratugurinn þegar ég meina 1980 og eitthvað. Eða sjöundi áratugurinn, þegar ég er að tala um 1960 og eitthvað. Ég ætla að nota enska kerfið í þessu, þar er þetta eins og það á að vera. The 90´s þýðir 1990 til 1999, þannig að þegar ég er að tala um níunda áratuginn, þá er ég að tala um það sem gerðist frá 1990 til 1999...! "Heyrðu já þetta gerðist á fimmta áratugnum!" ...ekki fjörtíu og eitthvað heldur fimmtíu og eitthvað..! Eins og þessi bifreið sem fylgir þessum texta. Þessi bifreið er frá fimmta áratugnum! Ég veit, smá uppreisn, ... En hvað með það!!
Tuesday, August 23, 2011
Tilviljun, Suicide Kings

Ég er núna að horfa á myndina Suicide Kings með Christofer Walken, Denis Leary og Jay Mohr í aðalhlutverkum. Myndin kom út árið 1997 og sá ég hana í fyrsta sinn í Harkins Theater í Tempe, USA. Þetta var ein af mínum uppáhalds mindum í nokkur ár og horfði á hana reglulega. En svo hafði ég ekkert horft á hana í nokkur ár fyrr en í dag. Tilviljunin er sú að í dag er 23. ágúst og Jay Mohr sem leikur eitt af aðalhlutverkum í myndinni á afmæli í dag. Hefði sennilega aldrei áttað mig á því, nema ég stoppaði myndina til þess að leita að því þegar Jay Mohr tekur Christofer Walken, and Mohr er með eina af bestu eftirhermum af Walken sem ég hef séð. Nú í þessari leit rak ég augun í það á IMDB að Jay Mohr er fæddur 23.águst 1970.
Wednesday, July 27, 2011
Monday, July 25, 2011
Harry Potter

Þá er Harry Potter ævintýrið á enda. Fyrir tíu árum síðan fór ég með fósturdóttur mína í bíó, þá átta ára gömul, á einhverja ævintýra mynd, Harry Potter and the Philosopher's Stone. Mér þótti uppruni myndarinnar áhugaverður. Þar sem kona á atvinnuleysisbótum fór að segja og semja sögur fyrir börnin sín. Seinna voru þessar sögur gefnar út og svo var búið að gera bíómynd eftir fyrstu sögunni. Vel á minnst þessi kona, J. K. Rowling, er ein af ríkustu konum Englands.
Mér þótti þessi mynd sem við fórum á fyrir 10 árum síðan mjög góð og náði alveg að lifa mig inní myndina í gegnum 8 ára fósturdóttur mína, þar sem hún var að svipuðum aldri og aðalpersónur myndarinnar. Tveir drengir og ein stúlka. Nú svo kom mynd tvö, þrjú... og áfram í áttundu mynd sem við fórum á í gær. Þetta er búið að vera næstum árleg hefð hjá okkur að fara á þessar myndir sem kom að lokum þeirrar hefðar í gær.
Þetta er búið að vera skemmtilegt kvikmyndævintýri í gegnum árin en nú er það bara að eignast þessar myndir á blueray og fá sér stærra sjónvarp :)
Monday, July 11, 2011
Saturday, July 09, 2011
TRANSFORMERS 3

Rússibanaferð sjóntaugarinnar. Ef maður tekur myndinni eins og hún er og lætur ekki Hollywood bullið pirra sig, þá er þetta bara augnakonfekt og skemmtileg mynd. Ætlaði að fara láta angra mig ýmis atriði og svo náði ég alveg að skipta um gír og lifa mig inní þetta ævintýri. En þetta er ekkert annað en ævintýri og ekki hægt að taka hana of hátíðlega. Burt sé frá því, þá var þetta bara ágætis skemmtun hefði ekki viljað missa af henni í bíó.
Friday, July 08, 2011
Paul

Sá myndina Paul um daginn.. Bjóst nú ekki við miklu en varð samt fyrir vonbrigðum. Hefið verið hægt að gera meira úr efninu. Þetta voru leikaradúettið úr Shawn of the Dead og Hot Fuzz, sem voru báðar góðar grínmyndir. Það sem truflaði mig.. nei ég nenni ekki að skrifa meira um þessa mynd, því að það skiptir ekki máli!
Saturday, June 18, 2011
Priest

Eftir svona myndir þá lítið hægt að segja. Alien-dusk til dawn-vampíru-framtíðar-vestri, með ofur prestum að berjast við ofur vampírur. Þetta ætti að segja allt um myndina. En alltaf ótrúlegt þegar að handritshöfundar og leikstjórar fara niður á það plan að setja saman sína mynd úr sjö öðrum myndum og hugmyndum. En alltaf jafn hissa að sjá stórleikara og stórar aukaleikarstjörnur í svona myndum. Samt er alltaf gott að horfa á svona myndir. Skemmtilega hallærislegar og þá kann maður bara að meta betur það sem gott er.
Monday, June 13, 2011
The Adjustment Bureau

Rómantískur vísindaþryller... Já held að það sé besta lýsingin á þessari mynd. Mat Damon klikkar ekki í myndum sem hann er í þessa dagana og svo var bara myndin flott gerð. Sagan ekkert of frumleg, svona sambland City of Angels og The Matrix með dash af The Box. En klassísk saga um þar sem ástin sigrar all, jafnvel hið mikla plan...! Ágætis afþreying.
Sunday, June 05, 2011
X-Men, First class

Jæja fór á fjórðu X-men myndina í kvöld. Ætlaði að njóta þess að fara á þessa mynd og fór í luxus sal. Það var gert með það í huga að fá gott sæti og næði til þess að horfa á myndina. En til að gera langa sögu stutta þá varð ég að færa mig eftir hlé, þar sem lyktin af unga manninum, við hliðina á mér, var nærri óbærileg. Þetta hefur komið fyrir áður, en ekki í luxus sal. Fyrir utan þennan óþef þá var myndin nokkuð góð. En Wolferine hefur alltaf öfluga nærveru sem vantaði í þessa mynd.
Friday, June 03, 2011
Kringluráparinn...

Friday, May 27, 2011
Pirates of the Carabian

Ég skil þetta ekki. Þriðja slaka myndin sem ég sé á skömmum tíma. Fór á Thor um daginn og hún stóðst ekki væntingar. Sá Battle:LA og var hreint út sagt léleg, og svo núna Pirates of the Carabian... Í rauninni þá nenni ég ekki að eyða orðum um hana. Flott umgjörð og allt til alls nema... Vantaði kraftin, söguna, viðbótarpersónurnar voru veikar og ýmis atriði sem voru alls ekki í takt við hinar myndirnar. En, já! Lala! Nema ný og góð 3D gleraugu tekin í notkun. Mun betri en þau sem eru seld með miðanum. Léttari og svo var ekki einhver rammi að trufla sjónsviðið. En eins og alltaf þá finnst mér textinn skemmta þessar þrívíddar myndir.
Monday, May 23, 2011
Battle LA

Black hawk down meets Independence Day. En ekki góð skemmtun. Ég nenni varla að tala um þessa mynd, en hún var það léleg að ég er knúinn til þess að venta hér. Það var allt lélegt við myndina. Sagan var léleg, ófrumleg, leikurinn slakur, leikstjórn aum, myndataka ekki góð. Svona mætti lengi telja. Tæknibrellur voru ágætar, en þær voru heldur ekki frumlegar. Geimverur og geimför, allt það sem maður hefur séð áður. Nei, ég ætla ekki að eyða fleiri orðum í þetta rusl. Alltaf ánægður þegar ég fer ekki í bíó á svona myndir.
Tuesday, May 10, 2011
Ekkert sérstakt..
Bara að halda þessu við, ekki mikið meira en það. Síðan mun ég sennilega henda þessu bloggi út, eða þessari færslu fyrir eitthvað betra sem kemur seinna. Það eina sem ég er að gera núna er að skrifa þennan texta hugsunarlaust. Til þess að búa til færslu til þess að færsla fari inn á þessum degi...
Sunday, May 01, 2011
Saturday, April 30, 2011
Nýtt look...
Þá er komið nýtt look á þessa blessuðu blogg síðu. Tók eftir því þegar ég var að grúska í þessu í gær, að fyrsta blogg er frá 2006. Mikið af þessu tilgangslaust bull, en gott að geta sett hér inná verk, teikningar og kannski eitthvað af myndum. Gera þetta af meira lifandi stafrænni möppu. Af hverju er ég að segja þetta.. veit það ekki. Enginn sem les þetta!
Friday, April 29, 2011
Endurnyjun
Verð að halda mig við þetta blogg, logaland, þar sem svo virðist ekkert ganga að setja upp nýja blogg síðu. Eftir nokkrar tilraunir þá verð ég að játa mig sigraðan og halda mig við þetta blogg. Verð samt að poppa þetta aðeins upp ef ég ætla að hafa þetta sem heimasíðu.
Tuesday, January 11, 2011
One flew over the Cuckoos´s nest

Þetta er fyrsta myndin sem ég man eftir að hafa séð á video. Eða sem sagt myndbandsspólu. Þetta hefur örugglega verið í kringum árið 1982 eða aðeins seinna, þegar að fyrstu videotækin voru að koma. Held að ég hafi verið með pabba, Þresti, Heiðari og Gísla á Hvanneri. VIð horfðum á myndina á Hvanneyri, húsið sem pabbi fæddist í og ólst upp. Það er búið að rífa það hús í dag.
Subscribe to:
Posts (Atom)